Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1938, Side 31
cot í París (föður pess Charcots, sem lét lífið liér við
íslandsstrendur síðastliðið liaust). Var hann einn hinn
helzti taugasérfræðingur sinna tíma. Hann gerði m.
a. tilraunir með dáleiðslu (hypnosis). Freud notaði
líka þá aðferð nokkur ár á eftir. Pegar Freud kom
aftur til Vinar, var þessari n vju þekkingu lians tekið
af mikilli tortryggni af læknum borgarinnar, en hann
var vanur andúðinni og lét sér því hvergi bregða. —
Pað, sem þó olli aðalstraumhvörfunum á vísindaferli
Freuds, var samvinna hans við Jósef Breuer lækni i
Vín. Hann hafði líka notað dáleiðslu við lækningu á
taugaveiklunum. Hann tók eitt sinn upp það ráð, að
spyrja sjúklinga, meðan á dáleiðslunni stóð, um fyrra
líf þeirra, og það kom í ljós, að sjúkdómseinkennin
stóðu í mjög nánu sambandi við ýmsa örðugleika úr
þvi, einkum úr ástalífinu. Freud tók þá ásamt Breuer
að rannsaka þetta samband af mestu elju og gaum-
gæfni. Breuer var i fyrstu lengi tregur til þess að
birta árangurinn af þessum rannsóknum, en lét þó
að lokum tilleiðast, þegar hinn frægi franski tauga-
sjúkdómalæknir, Pierre Janet, hafði gefið út rit um
»móðursýki«. — Samvinna þeirra Freuds og Breuers
slitnaði árið 1891. Olli þvi atvik, sem ekki er unnt að
skýra frá hér. — Skömmu síðar sté Freud hið mikla
skref, að taka upp sálkönnunar-aðferðina í stað dá-
leiðslunnar. Verður þeirri aðferð lítillega lýst hér
á eftir.
Um tíu ára skeið vann Freud einn og jfirg'efinn.
Magnaðist andúðin svo gegn honum, að lionum var
meinað að stunda sjúklinga á sjúkraliúsum og flytja
fyrirlestra í opinberum fyrirlestrasölum. En upp úr
aldamótunum taka að sækja til hans ýmsir læknar.
Hafði hann þá gefið út eitt hið frægasta rit sitt: Die
Traumdeutung (draumatúlkun). Helztir þessara nýju
félaga Freuds voru: Alfred Adler, C. Jung, Ernest
Jones, Bleuler og Stekel. Árið 1908 liéldu þeir og
aðrir lærisveinar Freuds með sér fvrsta alþjóðaþing
(27)