Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1938, Side 44
vegalögura (deilur um Krýsuvíkurleið), — lög um
meðíerð einkamála — ríkisútgáfu námsbóka — eftir-
lit með útlendingum — ríkisframfærslu sjúkra (sbr.
alpýðutryggingar, sem fengu lagagildi á árinu, en
fulla framkvæmd frá */i 1937), — lög um atvinnu við
siglingar — landsmiðju — garðyrkjuskóla ríkisins —
jarðakaup ríkisins — erfðaábúð og óðalsrétt.
Með bráðabirgðalögum gerði atvinnumálaráðherra
breyt. á stjórn síldarverksmiðja ríkisins á Siglufirði.
Landbúnaðarráðherra gaf út bráðabirgðalög' í ágúst um
leigunám á mjólkurstöð Kjalarnessþings (áður Mjólk-
urfélags Reykjavíkur). Alpingi 1937 staðfesti hvor-
tveggja lögin. — Merkar reglugerðir, sem túlka lög,
voru sérstaklega þær sex, sem birtar voru í sept. um
eftirlit með matvælaiðnaði og verzlun með neyzlu-
vörur.
Árferði. Veturinn var allharður frá áramótum. í
jan. náði frostið 16 st. í uppsveitum sunnan lands;
2/2 var farið með 420 reykvísk börn á bilum og skaut-
um um f’ingvallavatn. Hvammsfjörður var lagður
2—3 mánuði. Á Melrakkasléttu svarf að refum; 55
voru skotnir par á vetrinum. Harðindi héldust til
vors á Norðausturlandi; fóðurbætir var keyptur fyrir
330 pús. kr. Vor og sumar var víða gott. Stórviðri
um haustið g'erðu mikla skaða (t. d. 16/s og 18/u) bæði
við sjó og' í sveit. Norðan lands var gjafafrekt í nóv.
og des.
A vetrarvertíð var afli mjög rýr. Síldveiði var góð.
(sjá: Utvegsmál).
Brunar urðu margir, en ekki stórfelldir, t. d. brunnu
Böðvarsnes i Fnjóskadal */»», hús á Siglufirði '/n,
Stóru-Reykir í Hraungerðishreppi 2/s, sýslumanns-
húsið á Patreksfirði 6A, svínabú K. E. A. 10/u með 34
svínum af 82. Af brunum á sjó má nefna, að enskur
togari, Night Watcli, kom til Vestmannaeyja 10/n með
eld, sem kviknað hafði i kolalest 200 sjómílur undan
landi og slökkviliði evjanna tókst að kæfa.
(40)