Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1938, Qupperneq 45
Búnaður virtist i viðreisn. Framleiðsla óx. Fé
varð vænt; 360 þús. dilkum var slátrað, og er það
í'leira en noltkru sinni áður. Mjólkurframleiðsla óx
um 20°/o að meðaltali á aðal-mjólkursvæðunum milli
t’jórsár og Hítarár. Sala þeirra nam eigi minna en 13
millj. lítra. Aukningin í Flóabúinu einu varð 1 millj.
lítra. — Mjólkurmagn hjá K. E. A. Eyjafirði var 2‘/2
millj. 1. (aukning 16°/o), en mjólkurbú Skagfirðinga
tók við */a millj. 1., og' var vöxtur þess tiltölulega
geysi-ör. Par sem mjólkuraukningin er mest, er hún
fremur mælikvarði á breyting búskaþarlagsins en á
íramleiðsluaukninguna í lieild.
/ innanlandssölu hækkaði kjöt lítið eitt í verði, en
mjólk ekki. Mikið af mjólkuraukningunni var gert að
smjöri, (sem skylt er að blanda í íslenzkt smjörlíki,
8°/o), ostum og skyri, og gefur það lágt verð. Pó tókst
að bæta svo skipulag og drag'a úr kostnaði i Reykja-
vík, að bændur á verðjöfnunarsvæði hennar fengu
ekki lægra verð en 1935 (Mjólkurbúið í Flóa borgaði
19,56 aura fyrir 1. í Ej'jafirði var verð með uppbót
lítið eitt hærra). — Á erlendum markaði hækkuðu
sauðfjárafurðir í verði, einkum ull (25°/o) og gærur
(30—40°/o). Kjötsala til Norðurlanda minnkaði, en
freðkjötsöluleyfi rýmkaði á Bretlandi. Útflutningur á
hestum minnkaði (úr 977 í 565). Loðskinnasala var
nokkur. Byrjað var að vinna markað fyrir osta á
Þýzkalandi. — Siðan 1932, á lágmarki kreppunnar,
hefur útflutningur á búnaðarafurðum vaxið þannig':
1932 3,3 millj. kr. — 1933 4,6 millj. — 1934 4,6 millj.
— 1935 6,5 millj. — 1936 7,3 millj. kr. Að nokkru
leyti veldur þessu verðhækkun — 8 kr. dilkur 1932
hefði lagt sig á 16 kr. 1936 — en að nokkru leyti
vaxandi framleiðsla, bæði til innlendrar og erlendrar
sölu.
Fjávpesi, sem kennd er við Deildartungu, strádrap
fé um Borgarfjörð og lireiddist þaðan víða (danð 10
þús. eða meir). Af ótta við liana var stofnað til girð-
(41)