Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1938, Qupperneq 52
iðnaðar var 1 millj. og 300 þús. kr. hærri 1936 en
1934, og er það 100 °/o aukning. Á sama tíma hefur að
vísu ekkert teljandi verið flutt út af slíkum iðnaðar-
vörum unnum, en innflutningur á vefnaðarvörum,
skófatnaði og ávöxtum lækkað um ca. 4 millj. kr.
(Vörur til útgerðar, sjá: Útvegsmál). — Iðnaðurinn
Sþarar því mikinn gjaldeyri, enda er innflutnings-
höftum beitt til verndar honum og tollar lækkaðir á
efnivörum til hans. — Oflangt er að telja ný eða
aukin fyrirtæki 1936; það yrði meiri hluti verksmiðja
á landinu. f*að var mesta veltuár síldar- og karfa-
verksmiðjanna, veiðarfæragerðanna (þar með stál-
tunnugerðar, hamþiðju o. þ. h.) o. s. frv. Sumum iðn-
greinum háir það, hve fyrirtækin eru mörg og smá,
varan því dýr og torseld vegna samkeppni; vélar og
vinnslugeta hvers um sig aðeins hálfnotuð. Mögu-
leilcar til stóriðju vaxa. — Skógerð S. í. S., Akureyri,
stofnuð le/i2 1936, getur framleitt a. m. k. 15 þús. pör
af skóm á ári. Innanlandsmarkaður getur tekið við
mikilli aukning á iðnaðarframleiðslu.
Iþróttir. Merkasti viðburðurinn var þátttaka Islend-
inga í Olympíuleikunum í Berlin í ágúst. Ýmsar í-
þróttir fóru i vöxt, en skiðaferðir þó mest. Skíðafé-
lagið í Reykjavík starfrækti liinn fjölsótta gistiskála
sinn í Hveradölum. íþróttafélagið Ármann kom sér
upp skála í Jósepsdal, austan Vífilsfells, en Knatt-
spyrnufélag Reykjavíkur í Skálafelli, austur af Esju.
Við ísafjarðardjúp, Siglufjörð og viðar hafa risið slik
skýli. —Alfred Jónsson, Siglufirði, setti laU íslenzkt met
í skíðastökki, 43 metra. — Pétur Eiríksson, Rvk., synti
Drangeyjarsund 28/s- — Á sundmeistaramóti að Ála-
fossi 28/g setti Jónas Halldórsson met á 100 m. sundi
á 1 mín. 8,3 sek. — íþróttamótin í Rvk. voru hin
venjulegu: Ágúst Iíristjánsson vann 81/i Ármannsskjöld-
inn fyrir glímu. Sveit Borgfirðinga vann 23h víðavangs-
hlaup í Rvk. í 3. sinn í röð. Jón Jóhannesson hlaut
Vs meistaratign í fimleikum (í einmenningskeppni),
(48)