Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1938, Side 61
erlendis uxu úr 6,9 í 8,2 millj. (yfirfærslur vegna fyrri
ára skulda). Verzlunarjöfnuður varð hagstæður um
8,7 millj. kr. (Sbr. Fjárhag, Búnað, Iðnað, ÚtvegsmáL
Vinnumarkaður, vinnudeilur. — Fyrri hluta ársvar
meira atvinnuleysi en menn vita til fyrr (720 atvl. í
Rvk Vs móti 432 1935 og 205 árið 1932). Síðar rættist
úr (226 atvl. í Rvk '/» móti 252 1935 og 633 árið 1932).
Sbr. aflabrest að undanteknum síldveiðum. Ró að
skýrslur séu ófullkomnar, virðast ýmis fiskiþorp á
Austfjörðum og Vestfjörðum hafa orðið harðast úti*
enda hafa brugðizt þar m. o. m. allar þorskvertíðir síð-
an 1934. í Rvk. varð minna hrun, þótt veiðiflota
hnignaði og meðalúthaldstími togara á saltfiskvertíð
lækkaði um 40°/o frá því 1935 og nærri 50°/o miðað
við 1934. — Atvinna við verzlun þrengdist.
Aukning atvinnu við iðnað, landbúnað og smærri
starfsgreinir gerði meira en vega móti hnignun út-
vegs, því að hin árlega mannfjölgun, — minnst 800
vinnandi menn — jók ekki atvinnuleysið.
Atvinnubótavinna var víða með mesta móti. f Rvk.
voru 350—250 manns við atvinnubótavinnu 3 fyrstu
mán. ársins, en 100—460 þrjá hina síðustu, og auk þess
var unnið á árinu fyrir 130 þús. kr. við Suðurlandsbraut
og Hafnarfjarðarveg og 30 þús. við nýbýlaræktina i
Flóa.
Vinnustöðvun varð í marz við Sogsvirkjun vegna
burtreksturs verkamanns. Firmað, sem framkvæmir
virkjunina, tapaði stórfé; verklýðsfélögin unnu deil-
una. Fyrir utan þetta og hliðstæð réttindamál (Ála-
fossdeilu ’/n—’/n, rafvirkjadeilu ’/i, erléttvar samdæg-
urs), ríkti vinnufriður í Ileykjavík og nágrenni, enda
var í ársbyrjun (13.—22. febr.) fellt með 513 : 322 atkv., í
vmfél. Dagsbrún að stofna til verkfalls til að knýja
fram 8 stunda vinnudag með óskertu dagkaupi. —
Helztu deilur annars staðar: Súðavíkurdeila um kjör
sjómanna leyst með málamiðlun */1 — og samskonar
deila i Vestmannaeyjum 18/» með sigri sjómanna. —
(57)