Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1938, Side 71
ekki meltast, og ganga þau niður með saurnum. Ekki
er þetta mikið að 'vöxtunum, enda er aðalinnihald
hœgðanna ekki fæðuleifar, heldur vatn, slím og bakt-
eríur í miljónatali. Pað er einkennilegt bakteríulífið
í meltingarveginum. í munni og koki er alltaf eitt-
hvað af gerlum, en í maganum drepur saltsýran þá.
Neðantil i þörmunum kviknar bakteríulífið á ný, en
mest kveður að því í ristlinum. Lit sinn fær saurinn
af gallinu. Pað má þakka magasýrunni, að skurð-
læknar geta framlcvæmt sínar stórkostlegu aðgerðir
við sári í maganum, þvi að saltsýran dauðhreinsar
innihald magaseklcsins.
Að vissu lej'ti má lita á likamann sem brennslu-
stöð. Maturinn er e. k. eldsneyti og ej'ðist, með hita-
framleiðslu, eins og hey ornast. Það sem ekki notast,
verður að hreinsast burtu, og gerir það með þvagi,
svita og útöndun. Svitinn er álíka mikill að vöxtun-
um um sólarhringinn eins og þvagið. Nýrun eru
kirtlar, sem gefa frá sér margs konar efni. Pað má
lifa með annað nýrað, þótt hitt sé skorið burtu, enda
kemur það fj'rir, að menn sé fæddir með nýra að
eins öðru megin.
Hungur og þorsti. Um það er yfirleitt samkomulag,
að matur sé mannsins megin. Maðurinn lifir reyndar
ekki á eintómum mat og drykk í venjulegum skiln-
ingi. Það má ekki glej'ina súrefninu, sem tekið er inn
með önduninni gegnum lungun. Einkennilegt er
hvernig líkaminn temprar matarlystina, þannig, að
margir standa á sama pundinu árum saman, án þess
að hugsa um það, annað en að matast eins og lystin
segir til um. Ýmsir venja sig á óþarflega mikinn mat,
enda þarf sjálfsafnejltun til þess að borða sig ekki
fullsaddan. Líkaminn getur að ósekju verið án matar
dögum saman, ef nóg vatn er að drekka. í flestum
trúarbrögðum er lögð áherzla á föstur á vissum tím-
um, og margir læknar nota þær, bæði við líkamlega
sjúkdóma, í venjulegum skilningi, og við geðveiki.
(67)