Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1944, Blaðsíða 2
Forstöðumenn þjóðvinafélagsins
1942 og 1943.
Forsefi: Bogi Ólafsson, yfirkennari.
Varaforseti: Pálmi Hannesson, rektor.
Meðstjórnendur: Barði Guðmundsson, þjóðskjalavörður.
Guðm. Finnbogason, fym'. landsbókav.
Þorkell Jóhannesson, landsbókavörður.
Bækur þjóðvinafélagsins.
ódýrustu bækurnar, sem nú fást.
Þjóðvinafélagið hefur enn til sölu allmikið af bókum,
sem það hefur gefið út, síðan það hóf starf sitt. í Alman-
akinu 1941 var birt skrá um bækur þessar, og skal hér
vfsað til hennar, þvi að gera má ráð fyrir, að hún sé í
höndum flestra, sem þessar línur lesa. Á síðustu 2 árum
liefur gengið allmjög á hin gömlu upplög, en þó má enn
gera góð kaup.
Kaupið Almanakið og Andvara.
Andvari og Almanak eru einhver merkustu ritsöfn, sem
út hafa verið gefin hér á landi. Andvari er nú 68 ára, en
Almanakið 70 ára, og allar vonir eru til þess, að þeim
verði enn langs aldurs auðið.
Það skal brýnt fyrir öllum kaupendum Almanaksins og
Andvara, at nota tækifærið nú til þess að eignast það, sem
unnt er, af eldri árgöngmn, meðan hægt er að fá allstórar
samstæðar heildir. Er bæði, að lestrargildi þessara bóka
er mikið fyrir alla fróðleiksgjarna og þjóðrækna menn, og
svo er þess lika að gæta, að fyrir þá menn, sem um hrið
hafa keypt ritin, eða nýlega hafa byrjað að halda þeim
saman, verða söfn þeirra i framtíðinni þvi dýrmætari, sem
þeim fylgir meira af hinum eldri árgöngum, þótt þar séu
skörð í, og það því fremur, sem upplag hinna fyrri ár-
ganga var jafnan heldur litið, svo að aðeins tiltölulega
(Framh. á 3. kápusíðu.)