Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1944, Blaðsíða 27
Ivan Petrovich Pavlov.
1849—1936.
I.
Pavlov var fæddur i Rjasan í Rússlandi árið 1849.
Hann lauk prófi í læknisfræði, en stundaði síðan
framhaldsnám hjá kunnum, þýzkum vísindamönn-
um. Árið 1890 var hann gerður að prófessor við
háskólann i Tomsk i Vestur-Síberíu, en sama ár
hlaut hann prófessorsembætti við háskólann í Pét-
ursborg, nú Leningrad, og þar fékkst hann við til-
raunir i lyflæknisfræði. Ári síðar var honum jafn-
framt falin forstaða rannsóknarstofnunar háskólans
í lífeðlisfræði, en 1897 varð hann prófessor í líf-
eðlisfræði við þessa stofnun.
Hann fékkst fyrst við rannsóknir á blóðrás, á
taugum, er stjórna vídd æðanna, og á meltingar-
kirtlunum og starfi þeirra. Þessar rannsóknir hans
voru að vísu merkar, en þó varð hann frægastur
fyrir rannsóknir á viðbrögðum taugakerfisins. Hann
hlaut Nobelsverðlaun árið 1904, og Rússakeisari
sýndi honum ýmsa virðingu.
Þegar hann dó, árið 1936, var æðsti maður heil-
hrigðismála í Rússlandi meðal þeirra, sem báru
hann til grafar. Pavlov fæddist i hinu gamla Rúss-
landi Zaranna og dó í hinu nýja Rússlandi komm-
únistanna. Hann var viðurkenndur af báðum, eins
konar tengiliður hins gamla og nýja, eins og vísindin
sjálf. Pavlov var löngu heimsfrægur maður, er hann
dó. Hann er höfundur nýs fræðikerfis og á læri-
sveina um heim allan, er munu halda á merkinu,
þótt foringinn sé fallinn.
II.
Frá því skömmu eftir aldamót og allt til dauða-
dags helgaði Pavlov sig rannsóknum á taugakerfinu
(25)
2