Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1944, Blaðsíða 65
frystihús voru reist. Um 90 íbúðarhús voru byggð
í sveitum. Nokkuð var unnið að hitaveitu Rvíkur,
því að allmikið af efni fékkst frá Ameríku.
Unnið var að hafnargerð i Hafnarfirði, Grundar-
firði, Grunnavík, Skagaströnd, Vopnafirði, Vest-
mannaeyjum og Keflavik. Kveikt var á þremur nýj-
um vitum, Þrídrangavita við Vestmannaeyjar, Kálfs-
hamarsvita og Straumnesvita við Skagafjörð. Auk
þess voru byggðir vitar á Selnesi við Breiðdalsvik,
Kolbeinstanga við Vopnafjörð, við Grundarfjörð og
á Þormóðsskeri. Allmikið var unnið að vegagerð og
viðhaldi vega. Unnið var að vegunum yfir Vatns-
skarð og Öxnadalsheiði, í Blönduhlíð, Fljótum og
á Siglufjarðarskarði. Einnig var unnið að veginum
yfir Axarfjarðarheiði og vegurinn frá Möðrudal til
Vopnafjarðar lagfærður. Unnið var að því að gera
nýjan veg ofan við Búðaós, og nokkuð var unnið að
veginum frá Kollabúðum norður á Þorskafjarðar-
heiði. Vegurinn yfir Stikuháls til Bitrufjarðar var
gerður bílfær. Brýr voru gerðar yfir Köldukvísl í
Mosfellssveit og Geirlandsá á Síðu. Simalagningar
voru litlar sökum hörguls á efni. Talsvert var þó
unnið að viðhaldi landssímakerfisins víðsvegar urn
land. Mikil eftirspurn var eftir nýjum símum í Rvík,
en ekki var hægt að fullnægja henni nema að mjög
Jitlu leyti.
Verzlun. Viðskipti voru enn langmest við Brctland.
Viðskipti við Bandarílrin julrust allmjög. Andvirði
innfluttra vara frá Bretlandi nam 121.1 millj. kr.
'árið áður um 87 millj. kr.), frá Bandaríkjunum
96.1 millj. kr. (árið áður 24.7 millj. lrr.), frá Kan-
ada 20 millj. kr. (árið áður 11 millj. kr.), frá Vene-
zuela 3.9 millj. kr. (árið áður 4.1 millj. lir.). Dá-
lítill innflutningur var og frá Spáni, Portúgal og
nokkrum ríkjum i AIiS- og Suður-Ameriku. Útflutn-
ingur var sem fyrr langmestur til Bretlands, eða
176.9 millj. kr. (árið áður 157.4 millj. kr.), til
(63)