Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1944, Blaðsíða 67
ing þeirra. Kaupþingið er undir stjórn Landsbanka
Islands.
Vinnumarkaður. Fjöldi íslendinga hafði enn vinnu
hjá hinum erlendu herjum, en síðustu mánuði árs-
ins dró nokkuð úr setuliðsvinnunni. VerkafólksekJa
var mikil í ýmsum greinum. Reyndist bændum mjög
erfitt að fá kaupafólk, þó að vikukaup kaupamanna
væri 200—250 kr. og kaupakvenna um 100 kr. í árs-
byrjun sögðu prentarar, bókbindarar, klæðskerar,
járniðnaðarmenn, rafvirkjar og skipasmiðir upp
samningum. Fljótlega greiddist úr flestum þeim
vinnudeilum. Prentarar voru þó alllengi frá vinnu,
svo að mjög fá blöð komu út í janúar og fyrra hluta
febrúar. Um haustið sögðu prentarar og bakarar
upp samningum, en samkomulag náðist fljótlega.
Greinin um íþróttir er rituð af Ben. S. Gröndal
blaðamanni. ,
Olafur Ilansson.
Fiskveiðar Islendinga 1874—1940.
Lauslegt yfirlit.
I.
Vér vitum með sanni, að fiskveiðar hafa verið
stundaðar óslitið hér við land frá þvi að Austmenn
liófu að setjast hér að. Þessi atvinnugrein var þó i
margar aldir stunduð eingöngu af bændum og bú-
andliði þeirra, enda ekki um aðra atvinnustétt að
ræða í landinu. Fiskveiðarnar voru eingöngu mið-
aðar við að draga á borðið, til þess að fullnægja
matarþörf landsmanna. Allsnemma er reyndar greint
frá útflutningi á lýsi og öðru sjávarfangi, en ekki
mun það hafa verið teljandi að magni. Hér á landi
fer fyrst að örla fyrir stéttaskiptingu eftir atvinnu-
háttum á 15. öld. Tómthúsmannahverfin myndast
við sjávarsíðuna, þar sem stytzt er á miðin, og upp
(05)