Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1944, Blaðsíða 28
og viSbrögSum þess. Hann gerði rannsóknir sinar
á hundum, og vqru þær bæði flóknar og breytilegar.
Er því eigi unnt að skýra frá þeim til neinnar hlítar,
en hins vegar mun reynt að gera nokkra grein fyrir
þeim með einföldum dæmum og á almennu máli.
Ef hundi er gefinn kjötbiti, fer munnvatnið að
streyma i munn hans. Bragðefnin i kjötinu verka á
bragðfærin í tungunni, taugaboð um það berast til
bragðstöðvanna, en siðan berast taugaboð til munn-
vatnskirtlanna og örva þá til starfs. Þeir gefa frá
sér safa, munnvatnið, er streymir eftir göngum frá
kirtlunum inn í munninn. Með smáaðgerð er hægt
að flytja til kirtilgöngin og láta kirtilsafann renna í
ilát og mæla þannig, hve inikið munnvatnsrennslið
er. Þetta var 'eitt af því fyrsta, sem Pavlov gerði.
Taugaviðbragð af þessari tegund er meðfætt, eins og
það, að nýfætt barn sýgur og rennir niður, þótt
enginn hafi kennt því það.
Pavlov sýndi fram á með tilraunum sínum á hund-
um, að hægt er að fá fram ný taugaviðbrögð, sem
eru ekki meðfædd, heldur áunnin eða numin. Skal
hér nefnt einfalt dæmi. Hundur er látinn vera i
byrgi, sem er gert eins hljóðhelt og ljóshelt og' unnt
er, svo að hann verði ekki fyrir truflandi áhrifum að
utan. Allt i einu er þrýst á hnapp utan byrgisins, og þá
hringir rafmagnsbjalla inni hjá hundinum. Nokkrum
sekúnduin síðar svífur ljúffengur kjötbiti i bandi
niður til hvutta. Hann fer að éta, og munnvatnið
streymir inn i munn hans, en munnvatnið úr öðr-
um vangakirtlinum er látið renna eftir gúmpípu í
ílát utan byrgisins, og þar er það mælt. Þessi til-
raun er endurtekin hvað eftir annað. í fyrstu hefur
hringingin engin áhrif á hundinn, ekkert munn-
vatn kemur fyrr en bitinn kemur, en áður en langt
um líður, kemur i ljós, að munnvatn tekur að
streyma um leið og hundurinn heyrir hringinguna.
Hundurinn hefur lært að búast við mat, er hann
(26)