Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1944, Blaðsíða 82
Grindavík, Höfnum og Miðnesi byrjaði ekki netja-
veiði fyrr en eftir aldamótin 1900. Vestmannaeyingar
byrjuðu fyrst þorsknetjaveiðar að ráði 1916. Fram
undir 1870 var vart um þorskanetjaveiði að ræða
nema i Iiafnarfirði og á Garðskaga. Árið 1875 var
bannað með lögum að leggja þorskanet í Faxaflóa
frá nýári til 14. marz ár hvert. Lög þessi voru fyrst
úr gildi numin 30 árum síðar. Bjarni Sæmundsson
fiskfræðmgur byrjaði þegar, er hann kom heim frá
Höfn 1895, að berjast fyrir útbreiðslu þorskanetj-
anna, og átti hann vafalaust mikinn þátt í, að notk-
un þeirra jókst.
Um önnur veiðarfæri en þau, sem hér hafa verið
nefnd, var tæpast að ræða fram yfir aldamót, nema
þau, sem notuð voru við hákarlaveiðar. Þær veiðar
voru stundaðar á opnum bátum um allt land, og
þegar þilskipin komu til sögunnar, var farið að afla
hákarls á þeim. Mjög skjótt eftir að Geir Zoega
hyrjaði útgerð sína hóf hann hákarlaveiði á þilskip-
um sunnanlands, og varð fyrstur til þess i þeim
fjórðungi, að Sveini Guðmundssyni á Búðum frá-
töldum. Hákarlaveiðar voru einkum stundaðar á
vetrum, og var oft og tiðum betri hagnaður af þeim
en þorskveiðunum. Eftir að olían tók að flæða yfir
heiminn, minnkuðu hákarlaveiðar til muna, enda
lækkaði lýsið þá mjög í verði. Um 1890 hættu há-
karlaveiðar í Vestmannaeyjum, og eftir 1905 mátti svo
heita, að veiðar þessar væri ekki almennt stundaðar
nema á Norðurlandi.
Á handfæri var ekki að jafnaði beitt öðru en
Ijósabeitu, en eftir að tekið var að nota lóðir, varð
að afla margvíslegrar beitu. í fyrstu var einkum
beitt kræklingi og maðki, en eftir 1880 var tekið að
beita kúfiski á Vestfjörðum. Sumarliði Sumarlið i-
son, bóndi í Æðey, fann upp áhald til þess að veiða
kúfiskinn með úr landi, en síðar byrjaði Kolbeinn
Jakobsson í Unaðsdal að taka kúfiskinn i plóg á
(80)