Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1944, Blaðsíða 76
Þessi nýja verkunaraðferð á fiskinum liafði, þegar
fram liðu stundir, hina mikilvægustu þýðingu fyrir
atvinnulífið í landinu. Fiskurinn margfaldaðist í
verði, og fjöldi manns fékk atvinnu, er var betur
'launuð en áður hafði þekkzt. Telja má, að aukning
þilskipaútgerðarinnar og hin nýja verkunaraðferð
á aflanum hafi fylgzt að með að leggja grundvöllinn
að efnalegu og menningarlegu sjálfstæði iandsins.
Fyrstu tíu árin eftir þjóðhátíðina 1874 fjölgaði
þilskipunum ekki ört, en úr því varð fjölgunin skjót,
og' samtímis því stækkuðu skipin til muna. Um þær
mundir gerðist tvennt í senn, er átti mestan þátt í
fjölgun þilskipanna. Landsbankinn tók til starfa árið
1885, og gátu menn nú fengið lánsfé þar til skipa-
kaupa. Það var að vísu smátt í fyrstu, en úr þvi
rættist nokkuð, eftir að Tryggvi Gunnarsson var orð-
inn bankastjóri 1893. Tveimur árum siðar gelckst
hann t. d. fyrir því, að keypt voru til landsins 8 stór
])ilskip. Um þessar mundir voru svo Englendingar
að taka upp botnvörpuveiðar á gufuskipum og leggja
þilskipin niður, og voru þvi skip þessi laus fyrir tií
kaups. Flest þilskipin voru nú keypt frá Englandi.
Voru sum þeirra hin ágætustu skip, þótt þau væri
ekki ný, en önnur reyndust aftur á móti mjög léleg.
Nokkur brögð urðu að því, að mcnn kevpti köttinn
í sekknum. Létu þeir Pétur og Pál annast fyrir sig
skipakaupin, en þeir gættu þess ekki sem skyldi að
athuga aldur né gæði skipanna.
Allvíða gætti talsverðrar óánægju yfir þvi tómlæti,
sem Alþingi sýndi þessari atvinnugrein. Menn höfðu
vænzt þess, að þaðan kæmi einhver liðstyrkur til
handa þeim mönnum, sem voru að brjótast í að afla
sér stærri og' betri skipa en áður höfðu þekkzt hér,
og þar með að skapa jarðveg fyrir stórútgerð í
iandinu. Árið 1881 hafði verið lagt útflutningsgjald
á sjávarafurðir. Á timabilinu 1840—90 hafði ut-
flutningur á fiski þrefaldazt og verðmæti hans auk-
(74)