Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1944, Blaðsíða 96
ÞaS sýndi sig brátt, aS togaraútgerð gat verið hinn
arðsamasti atvinnurekstur. Togurunum fjölgaði þvi
skjótt hin næstu ár, aflamagnið óx til muna, og út-
fiutningsverzlunin færðist í aukana. Seglskipunum
fækkaði nú ört. Mörg voru seld úr landi, en i sum
þeirra voru settar vélar. Á fyrsta áratug togaranna
íækkaði seglskipunum um tæplega 60% að tölu og
um 50% af rúmlestamagni. Ýmsir af forvígismönnum
þilskipaútgerðarinnar seldu útveg sinn á þessu tíma-
bili. Pétur Thorsteinsson i Bíldudal, er veriö hafði
einn mesti framkvæmdamaður á Vestfjörðum, ásarr.t
Ásgeiri Ásgeirssyni (yngra), seldi Milljónafélaginu úí-
veg sinn 1907. Hann var reyndar um stutt skeið einn
af fyrirsvarsmönnum þess félags. Siðar átti liann hlut-
deild að stofnun togaraútgerðarfélagsins Hauks. Pétur
fæddist 1854 og byrjaði ungur verzlunarstörf. Hann
andaðist 1929. Geir Zoéga seldi öll skip sín 1909. Hafði
hann þá rekið þilskipaútgerð með miklum dugnaði
og framkvæmdarsemi i rösk 40 ár. Geir var fæddur
1830, en andaðist 1917. —- Seglskipin voru þó ekki
þar með úr sögunni, þvi að 1920 voru enn gerð út
39 slik skip, en þau voru ekki nema 8.7 % af skipa-
stólnum. Árið 1927 var síðast gert út til veiða segl-
skip hér á landi.
Eins og fyrr var drepið á, fjölgaði togurunum
nokkuð ört. 1910 voru þeir orðnir 6, en 20 1915 og
námu þá 46% af rúmlestamagni skipastólsins, en
hluti þeirra i veiðinni var þá tæp 30%. Árið 1917
voru togararnir enn jafnmargir, en þá uni haustið
voru 10 þeir stærstu seldir til Frakklands. Árið
1920 voru togararnir orðnir 28, en það ár voru lika
keyptir til landsins 19 togarar. Var þar með bætt
upp i það skarð, sem varð 1917 og meira til. Þetta
ár var togaraflotinn tæp 64% af skipastólnum, en
hluti hans i veiðinni nálægt 31%. Fimm árum siðar
voru togararnir orönir 39, og þá var hluti þeirra i
veiðinni 56%. (Þetta ár voru reyndar 8 togarar er-
(94)