Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1944, Blaðsíða 72
keyptu þeir nýtt þilskip frá Noregi. Gerðu þeir
skip þetta út á hákarlaveiðar og gafst vel.
Á árunum 1872—74 voru 34 þilskip á Norðurlandi,
og' þar af voru 21 í Eyjafirði. Er talið, að 16 þeirra
hafi verið smíðuð hérlendis. Yar nú svo komið, að
Norðlendingar áttu fleiri þilskip en Vestfirðingar.
Eins og fyrr er getið, lagðist þilskipaútgerð við
Faxaflóa nær með öllu niður við lát Bjarna Sivert-
sens og hófst ekki aftur fyrr en undir 1870. Árið
1865 var haldin fiskveiðasýning í Björgvin, og sóttu
hana nokkrir íslendingar. Meðal þeirra voru Krist-
inn Magnússon, skipasmiður i Engey og Geir Zoéga,
útvegsbóndi í Reykjavik. Kynni Kristins og Geirs af
Björgvinjarsýningunni munu hafa orðið þeim nokk-
ur hvöt til að eignast þilskip, þvi að næsta ár keyptu
þeir, í félagi við Jón Þórðarson í Hlíðarhúsum, þil-
skipið „Fanney“, er var 24 rúmlestir. Með útgerð
þessa skips hefst í rauninni vísirinn að þilskipaút-
gerðinni við Faxaflóa. Geir Zoéga gerðist forvígis-
maður í útgerðinni á þessum slóðum og frumkvöð-
ull að ýmsum nýmælum í þágu hennar. í fyrstu var
ekki annars úrkostur en að hafa danska skipstjórnar-
menn á „Fanney“, en sú reynsla varð honum svo
dýrkeypt, að hann taldi engar líkur til þess, að þil-
skipaútgerð mundi þrífast hér til frambúðar, ef ís-
lendingar hefði ekki sjálfir á að skipa velmennt-
uðum skipstjórum. Eftir þessari kenningu breytti
hann sjálfur og átti með því drjúgan þátt í að flýta
fyrir stofnun skóla handa sjómönnum.
Mér hefur þótt rétt að draga hér fram ýmis atriði
úr þróun þilskipaútgerðarinnar fyrstu 3 fjórðunga
aldarinnar, svo að augljósari mætti verða sú fram-
vinda, sem verður i útgerðinni eftir 1874.
III.
Samtímis þvi sem þilskipaútgerðin tók að færast
i aukana, varð brýn nauðsyn fyrir lærða skipstjórn-
(70)