Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1944, Blaðsíða 94
og suma nýja, og auk þess hafði það tvö flutninga-
skip í þjónustu sinni í sambandi við útgerðina. Fé-
lag þetta hafði aðalbækistöð í Reykjavik og auka-
stöðvar í Hafnarfirði og á Akranesi. Pike Ward gerði
einn togara út frá Hafnarfirði, og danska verzlunar-
og fiskifélagið gerði togara út frá Patreksfirði. —
Útgerð þessi gekk illa og var mikið tap á henni,
einkum hjá ísafoldarfélaginu. Afleiðingin var sú, að
útgerð flestra þessara skipa var með öllu hætt hér
haustið 1899. Þessi fyrsta tilraun með togaraútgerð
hér á landi var því ekki nleð þeim hætti, að hún
væri líkleg til að hafa örvandi áhrif á íslendinga til
iogaraútgerðar.
Það liðu því fjögur ár þar til hafizt yrði handa.
Árið 1904 fluttist æðsta umboðsstjórnin inn í land-
ið, og það sama ár tók íslandsbanki til starfa. Með
stofnun íslandsbanka kom mikið nýtt fjármagn inn
í landið. Til þess má að nokkru leyti rekja, að nýtt
framfaratímabil hófst í landinu, að stofnað var lil
vélbátaútvegs og togaraútgerðar.
Haustið 1904 var stofnað Fiskveiðahlutafélagið við
Faxaflóa. Meðal stofnenda þess voru Björn Kristj-
ánsson, síðar bankastjóri, og Einar Þorgilsson i
Hafnarfirði. Árið eftir byrjaði félag þetta útgerð
með einum litlum togara, sem það hafði keypt frá
Englandi. Hét hann Coot og var 150 brúttó rúml.
á stærð. Skipstjóri á honum var Indriði Gottsveins-
son, en hann var einn af stofnendum félagsins. Þar
með hófst togaraútgerð íslendinga, en þá voru liðin
10 ár frá þvi að Englendingar byrjuðu botnvörpu-
veiðar í Faxaflóa. Coot var gerður út þar til hann
strandaði í desember 1908.
Árið 1906 keypti Þorvaldur Bjarnarson á Þorvalds-
eyri o. fl. lítinn, gamlan togara, er hét Seagull. Gekk
útgerð hans báglega og stóð ekki nema það árið.
Þetta sama ár var stofnað elzta togaraútgerðarfélag
íslendinga, h.f. Alliance. Fyrsti formaður þess var
(92)