Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1944, Blaðsíða 71
öllu landinu, og var helmingur þeirra geröur út frá
ísafiröi.
Eftir að Norðlendingar kynntust þilskipaútvegi ís-
firðinga, hugðust þeir að fara að dæmi þeirra, en
margt virtist þvi til fyrirstöðu. Menn voru lítt efnum
búnir og ekki í annað hús að venda til að fá lán en
hjá kaupmönnum, og auk þess voru engir, sem kunnu
til þilskipasmiða.
Um þessar mundir bjó í Skipalóni í Eyjafirði Þor-
steinn Daníelsson, mikill dugnaðar- og framkvæmda-
maður. Hafði hann numið timbursmíði erlendis.
Hann tók nú að smíða þilskip og gerðist frumkvöð-
ull norðanlands að þilskipasmiðum og þilskipaui-
gerð. Árið 1855 voru aðeins 2 þilskip i Norðlend-
ingafjórðungi, og hafði Þorsteinn i Skipalóni smíð-
að annað þeirra. Næstu fimm árin smiðaði hann
fimm skip. Voru þau öll litil; tók hið stærsta þeirra
130 tunnur lifrar. Lagið á þessum skipum var talið
mjög óheppilegt, og þau þóttu léleg siglingaskip.
Þorsteinn missti öll skip sin á skömmum tíma, en
hann var ekki þar með af baki dottinn, þvi að þá
keypti hann sér skip frá útlöndum. Þorsteinn and-
aðist í hárri elli 1882.
Nokkru eftir að Þorsteinn hætti skipasmíðum byrj-
aði Jón Chr. Stephansson þilskipasmíðar norðanlands.
Hafði hann lært skipasmíðar erlendis, og' var hann
fyrstur hérlendra manna til að smíða sléttsúða skip.
Snorri Jónsson, siðar kaupmaður á Oddeyri, lærði
einnig skipasmíðar .erlendis, og smíðaði hann all-
mörg þilskip eftir að hann kom heim. Jón Antons-
son á Arnarnesi fékkst og við þilskipasmíðar. Norð-
lendingar áttu því á skömmum tíma á að skipa fleiri
þilskipasmiðum en aðrir landshlutar, og átti það
sinn þátt í fjölgun þilskipanna þar, jafnframt þvi
sem menn fóru nú að kaupa skip frá útlöndum, og
reið Tryggvi Gunnarsson, siðar bankastjóri, á vaðið,
er hann fékk nokkra menn i félag við sig 1858, og
(69)