Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1944, Blaðsíða 47
sveitarráð við sendisveit Breta á íslandi. í maí var
sr. J. Kruse skipaður sendiráðsprestur við sendiráð
Norðmanna í Rvík. í maí var C. J. Warner skipaður
sendiráðsritari við sendiráð Bandarikjanna í Rvik.
21. ágúst vai’ Leland B. Morris skipaður Sendiherra
Bandaríkjanna og ráðherra með umboði á íslandi.
4. sept. var J. J. indbjör viðurkenndur norskur vara-
ræðism. á Akureyri með umdæml frá Langanesi að
Blönduósi, að undanskildum Siglufirði. 13. okt. var
G. J. Warner viðurkenndur ræðismaður Bandarikj-
anna í Rvík.
Heilbrigði. Talsvert kvað að farsóttum á árinu.
Hettusótt og kíkhósti gengu i Rvík fyrri hluta árs-
ins og breiddust nokkuð út um land. Skarlatssóít
gekk og allvíða, t. d. i Reykholtsskóla. Barnaveikj
kom upp á Hornafirði um haustið og á ísafirði í
árslok.
Hernám. Hin erlendu situlið juku enn allmjög
viðbúnað sinn hér á landi. Höfðu margir íslending-
ar atvinnu við þær framkvæmdir. Nokkrir árekstrar
urðu milli íslendinga og erlendra hermanna. Voru
tveir íslendingar skotnir til bana á árinu af erlend-
um hermönnum, en aðrir hhitu minni háttar meiðsl.
Þýzkar flugvélar sáust oft yfir landinu. Var nokkr-
mn sinnum varpað sprengjum eða skotið af vél-
byssum á staði á íslandi. í ágúst var gerð vélbyssu-
árás á islenzkan togara, og fórst þar einn maður.
t september var varpað sprengjum á Seyðisfjörð,
og' særðust þar nokkrir drengir, einn alvarlega.
Iðnaður. Afkoma iðnaðarmanna var mjög góð á
árinu. í sumum iðngreinum var skortur á lærðum
iðnaðarmönnum, svo að notast varð við óiðnlærða
menn. Iðnaðarframkvæmdir voru miklar á árinu,
en skortur á efni og vinnuafli var þó til allmikils
baga. Mikið kvað að húsagerð i Rvík og viðar á
landinu. Skipasmíðar voru allmiklar, einkum utan
Rvíkur (í Hafnarfirði, Njarðvíkum, Keflavik, Vest-
(45)