Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1950, Blaðsíða 67
urland. Féllu þá miklar skriður i Norðurárdal í
SkagafirSi og ollu spjöllum á vegum og símalinum.
29. október geisaði fárviðri um Suður- og Vestur-
land. Urðu þá talsverðar skemmdir á húsum og
öðrum mannvirkjum í Vestmannaeyjum, Hveragerði,
Grindavík, Keflavík, Hafnarfirði, Reykjavik, ísa-
firði o. v. Mest var tjónið í Hveragerði, og stór-
skemmdust þar allmörg gróðurhús. Aðfaranótt 9.
nóv. geisaði ofviðri um Vestur- og Norðurland.
Urðu þá miklar skemmdir á símalínum á Vestfjörð-
um og hús skemmdust á Siglufirði. í ofviðri 1. des.
strönduðu tveir togarar við Vestfirði. Þá slitnuðu
og símalínur viða um land. Síðar í desember urðu
skemmdir allvíða á landinu af völdum ofviðra,
einkum i Bárðardal og Ljósavatnshreppi.
Próf. Embættisprófi við Háskóla íslands luku
þessir menn:
í guðfræði: Jóh. Hermann Gunnarsson, I. eink.,
137% st., Þórarinn Þór, II. eink. betri, 117% st.
í íslenzkum fræðum (kennarapróf): Jónas Krist-
jánsson, I. eink., 130% st.
í læknisfræði: Bjarni Rafnar, I. eink., 153% st.,
Borgþór Gunnarsson, I. eink., 148 st., Hjalti Þórar-
insson, ágætiseink., 214 st., Hulda Sveinsson, II.
eink. betri, 141% st., Iíjartan Árnason, II. eink.
betri, 141 st., Kristjana Helgadóttir, I. eink., 153 % st.
í lögfræði: Eggert Jónsson, I. eink., 189% st.,
Geir Hallgrímsson, I. eink., 223% st., Gísli Einars-
son, II. einlc. betri, 174% st., Guðmundur Ásmunds-
son, I. eink., 236% st., Haukur Jónsson, I. eink.,
191 st., Högni Jónsson, II. eink. betri, 171% st.,
Jón Sigurpálsson, II. eink. betri, 164% st., Kristinn
Baldursson, II. eink. betri, 171 st., Kristján Eiríks-
son, I. eink., 189% st., Páll Ásgeir Tryggvason, I.
eink., 220% st., Sigurður Baldursson, I. eink.,
182% st., Yngvi Ólafsson, I. eink., 220% st., Þor-
valdur G. Kristjánsson, I. eink., 218 stig.
(65)
5