Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1950, Blaðsíða 89
í föstum hlutum liggja mólekúlin þétt saman og eru
svo fast bundin, að þau breyta ekki afstöðu sinni
innbyrðis, en hreyfingin er aðeins fólgin í smá-
sveiflum í kringum jafnvægisstöðuna. Ef hluturinn
er hitaður upp, verða sveiflurnar stærri og stærri,
unz kraftarnir geta ekki lengur haldið mólekúlunum
á sínum stað og þau fara i ferðalag eftir mjög krók-
óttum brautum, því að þau beygja í hvert skipti,
sem árekstur verður á milli þeirra. Þetta ástand
svarar til þess, að hluturinn sé fljótandi. Vegna
þess að mólekúlin eru hér ekki bundin í ákveðnar
stillingar, veitir vökvinn enga mótspyrnu gegn
breytingu i lögun, eins og föstu hlutirnir. Aftur á
móti eru hreyfingarnar ekki nógu hraðar til þess
að yfirvinna aðdráttaraflið á milli mólekúlanna, svo
að þau liggja mjög þétt saman, en þar af leiðir, að
erfitt er að breyta rúmtaki vökvans.
Að lokum, ef hitinn vex enn meira, getur hraði
mólekúlanna orðið svo mikill, að aðdráttaraflið
milli þeirra haldi þeim ekki lengur saman, en það
svarar til þess, að vökvinn gufi upp. Eftir það ferð-
ast mólekúlin að mestu án kraftverkana hvort frá
öðru, nema rétt á meðan þau relcast á. Á milli
árekstranna fara þau í beinar linur, en breyta
snögglega um stefnu við hvern árekstur. Þetta er
einföld mynd af ástandinu eins og það er í hvaða
lofttegund sem er, en hún gefur góða skýringu á
flestum fyrirbrigðum í sambandi við hegðun loft-
tegunda yfirleitt, og gerir í mörgum tilfellum ná-
kvæma útreikninga mögulega.
Ef loft er lokað inni í íláti, þá rekast loftmóle-
kúlin stöðugt á veggina og kastast til baka frá þeim.
Hvert mólekúl gefur veggnum smáhögg við árekstur-
inn, en höggin eru svo þétt, að þeirra verður ekki
vart hvers um sig, heldur virðist vera um stöðugan
þrýsting að ræða. Út frá hinum mælda þrýstingi og
eðlisþyngd lofttegundarinnar má auðveldlega reikna
(87)