Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1950, Blaðsíða 70
!
/
var bjargað. Sama dag strandaði brezki togarinn
„Sargon“ við Hafnarmúla í Patreksfirði. Fórust 11
skipverjar, en 6 var bjargað af mönnum úr Rauða-
sandshreppi, og voru þar ýmsir hinir sömu og við
björgun áhafnarinnar af togaranum „Dhoon“ i des-
ember 1947. Þótti þessi björgun einnig mikið afrek.
— Alvarleg flugslys voru tvö á árinu. 7. marz rakst
farþegaflugvél á leið frá Vestmannaeyjum til Rvikur
á Skálafell á Hellisheiði. Fórust þar 4 menn. 27.
marz rakst æfingaflugvél á hús i Rvík, og fórust
tveir menn, sem i vélinni voru. — 12. desember
féll snjóflóð á bæinn Goðdal í Bjarnarfirði syðra í
Strandasýslu. Fórust þar 6 manns, en einum manni
var bjargað. Var það húsbóndinn, Jóhann Krist-
mundsson, og hafði hann þá verið 4 sólarhringa í
snjóflóðinu.
Stjórnarfar. Stjórn Stefáns Jóhanns Stefánssonar
sat að völdum allt árið. Fjölmörg lög voru afgreidd
frá Alþingi, m. a. ýmis lög um dýrtíðarráðstafanir,
um þátttöku íslands í fjárhagslegri endurreisn
Vestur-Evrópuríkjanna, um aðstoð við bátaútveginn,
um hvalveiðar o. m. fl. Stjórnin lagði í október fram
fjögurra ára áætlun um eflingu atvinnulífsins. Ríkið
bauð út tvö happdrættislán innanlands, og var hvort
að upphæð 15 millj. króna.
Útvegur. Árið var yfirleitt fremur lélegt aflaár.
Heildaraflinn varð um 409 000 tonn (árið áður um
431 000). ísfisksveiði varð rúm 154 000 tonn (árið
áður um 75 000). Hraðfrystur fiskur var rúm 76 000
tonn (árið áður 71 000), saltfiskur 28 000 tonn (árið
áður um 75 000), niðursoðinn fiskur rúm 400 tonn
(árið áður 300). Fiskur seldur til neyzlu innan-
lands var um 2900 tonn (árið áður 2500). Þorsk-
afli var lítill á vetrarvertiðinni, því að gæftir voru
slæmar, og auk þess var þátttaka í þorskveiðunum
mun minni en ella vegna síldveiðanna í Hvalfirði.
Togararnir fóru 322 isfiskssöluferðir til Bretlands,
(68)