Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1950, Blaðsíða 69
vikur og HafnarfjarSar. Flugsamgöngur voru aukn-
ar, bæði innanlands og til útlanda. LandbúnaSar-
afurSir voru fluttar loftleiSis frá Öræfum til Reykja-
víkur. íslendingar keyptu tvær nýjar, stórar Sky-
masterflugvélar, sem voru i förum til útlanda, Loft-
leiSir „Geysi“, en Flugfélag íslands „Gullfaxa“.
Komu þær báSar til landsins í júlí. Voru þessar flug-
vélar aSallega i förum til NorSurlanda, Bretlands
og Bandarikjanna, en fóru auk þess nokkrar ferðir
með útflytjendur frá Ítalíu og Sýrlandi til Venezúela.
Niu ríki greiddu íslendingum 7.5 millj. kr. fyrir
aðstoð við öryggisþjónustu flugvéla á Norður-
Atlantshafi frá miðju ári 1946 til ársloka 1948. —-
Siglingar voru allmiklar til Ameríku, Bretlands og
meginlands Evrópu. Önnuðust þær bæði íslenzk
skip og leiguskip. „Dronning Alexandrine“ var í
förum milli Rvíkur og Khafnar. Vélskipið „GoSa-
foss“, eign Eimskipafélags íslands, kom til Reykja-
víkur í marz. Það var smíðaS i Danmörku. „Trölla-
foss“, stærsta flutningaskip íslendinga til þessa
(keypt i Bandaríkjunum), kom til landsins i mai.
Það er eign Eimskipafélags íslands. Vélskipið
„Katla“, eign Eimskipafélags Reykjavikur, kom' til
landsins í nóvemberlok. Strandferðir voru með lik-
um hætti og áður. Iiið nýja strandferðaskip
„Skjaldbreið“ kom til landsins i april, en strand-
ferðaskipið „Hekla“ i júlí.
Slysfarir. Alls létust 57 manns af slysförum á ár-
inu (árið áður 82). Af þeim fórust 19 í sjó, 2
drukknuðu i ám og vötnum, 6 fórust í flugslysum,
10 i umferðaslysum, 6 biðu bana i snjóflóði. Nokk-
ur börn brenndust til bana i hverum og hvera-
lækjum.
7. ágúst fórust 4 menn, er skip sigldi á nótabáta
út af Reykjarfirði á Ströndum. 1. des. strandaði
togarinn „Júní“ við Sauðanes milli Önundarfjarðar
og Súgandafjarðar. Öllum skipverjum, 26 að tölu,
(67)