Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1950, Blaðsíða 75
ferð í desember og var þegar mikið farinn vegna
ófærðar á Hellisheiði og Mosfellsheiði. Talsvert var
unnið að gerð fjallvega. Var t. d. gerður akfær veg-
ur úr Þingvallasveit til Lundarreykjadals um Uxa-
hryggi og úr Svínadal í Húnavatnssýslu til Hvera-
valla um Auðkúluheiði. *Báðir þessir vegir voru all-
mikið farnir af bifreiðum um sumarið.
Allmikið kvað að hrúasmíðum. Brýr voru gerðar
á Ferjukotssíki í Mýrasýslu, Svínadalsá í Dalasýslu,
Þorskafjarðará i Reykhólasveit, Hjarðardalsá i Dýra-
firði, Ósá í Bolungavik og Selá í Steingrímsfirði.
Hafin var smíð nýrrar brúar á Þjórsá rétt fyrir
ofan gömlu brúna. Margar smærri brýr voru
byggðar.
Nokkuð kvað að framkvæmdum í símamálum.
Hafin var stækkun sjálfvirku stöðvarinnar í Rvík,
og á að bæta við 2000 númerum.
Verzlun. Bretland var mesta viðskiptáland íslend-
inga eins og árið áður, en viðskipti jukust við
ýmis lönd á meginlandi Evrópu. Kvað einkum mikið
af útflutningi til Þýzkalands (brezka hernámssvæð-
isins). Andvirði innfluttra vara frá Bretlandi nam
135.9 millj. kr. (árið áður 190.3 millj. kr.), frá
Bandaríkjunum 85.7 millj. kr. (árið áður 121.3 millj.
kr.), frá Danmörku 40.8 millj. kr. (árið áður 30.8
millj. kr.), frá Venezúela 26.7 millj. kr. (árið áður
12.3 miltj. kr.), frá Hollandi 25.1 millj. kr. (árið
áður 7.3 millj. kr.), frá Tékkóslóvakíu 22.9 millj.
kr. (árið áður 12.9 millj. kr.), frá Svíþjóð 22.1
millj. kr. (árið áður 34.7 millj. kr.), frá Kanada 19.7
millj. kr. (árið áður 18.8 millj. kr.), frá Póllandi
13.9 millj. kr. (árið áður 14 millj. kr.), frá Ítalíu
12.9 millj. kr. (árið áður 14.3 millj. kr.), frá Finn-
landi 11.8 millj. kr. (árið áður 6.4 millj. kr.), frá
Belgiu 11.3 millj. kr. (árið áður 8.8 millj. kr.), frá
Noregi 5.6 millj. kr. (árið áður 7.3 millj. kr.), frá
Frakklandi 4.7 millj. kr. (árið áður 9 millj. kr.),
(73)