Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1950, Blaðsíða 77
konar vélar, bílar, málmar, kol, olíuvörur, sement,
álnavara og fatnaður, trjávörur, pappír, gúmmí,
feitiefni, kornvörur, nýlenduvörur, mjólkurvörur
og ýmiss konar efni til iðnaðar. Skipin voru aðal-
lega keypt frá Bretlandi, en nokkuð frá Danmörku,
Svíþjóð og Bandaríkjunum, vélar mest frá Bretlandi
og Bandaríkjunum, bílar aðallega frá Bandaríkjun-
um, málmar mest frá Bretlandi, kol frá Póllandi
og Bretlandi, olíuvörur mest frá Venezúela, sement
frá Bretlandi og Danmörku, álnavara einna mest
frá Bretlandi, trjávörur og pappírsvörur frá Norður-
löndum, gúmmí frá Tékkóslóvakiu, Bretlandi og
Bandaríkjunum, feitiefni frá Hollandi, Bretlandi og
Bandarikjunum, kornvörur frá Kanada og Banda-
ríkjunum, nýlenduvörur einna mest frá Brasiliu og
Bretlandi, mjólkurvörur frá Danmörku.
Af útflutningsvörum varð isfiskur nú mikilvæg-
astur að nýju (árið áður freðfiskur). Næst komu
síldarolía, freðfiskur, síldarmjöl, lj'si, saltfiskur,
saltsíld, gærur, fiskmjöl, niðursoðinn fiskur, hval-
kjöt, hvallýsi, freðsíld, ireðkjöt, ull og hrogn. Auk
þess voru skip, sem seld voru úr landi, allmikilvæg
útflutningsvara. ísfiskur var seldur til Bretlands
og Þýzkalands, sildarolía mest til Bretlands, Þýzka-
lands og Hollands, freðfiskur einkum til Bretlands,
Tékkóslóvakíu og Hollands, síldarmjöl til Banda-
ríkjanna, Bretlands og ýmiss-a ríkja á meginlandi
Evrópu, lýsi einkum til Bandaríkjanna, Hollands og
Sovétsambandsins, saltfiskur til Grikklands og ítal-
iu, saltsild mest til Svíþjóðar og Finnlands, gærur
til Finnlands og Póllands, fiskmjöl til Palestínu,
Finnlands og Tékkóslóvakiu, niðursoðinn fiskur
mest til Tékkóslóvakíu og Póllands, hvalkjöt mest
til Bretlands, en hvallýsi til Hollands, freðsíld
einkum til Þýzkalands, freðkjöt til Sviþjóðar, ull til
Ungverjalands og Þýzkalands, hrogn til Svíþjóðar
og Frakklands.
(75)