Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags

Árgangur

Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1950, Blaðsíða 24

Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1950, Blaðsíða 24
Gangur himintungla á norður- og suðurhveli jarðar. Himintunglin virðast fara kringum jörðina einu sinni á sólarhring, hér um bil, tunglið á nokkru lengri tíma, ca. 24 stundum og 49 mín. að meðaltali, en stjðrnurnar á dálítið styttri tíma, ca. 23 stundum og 56 mín. Þau færast til hægri handar frá okkur að sjá, en til vinstri handar frá þeim að sjá, sem búa á suðurhveli jarðar. Þetta er ekki erfitt að skilja, en krefst þó dálítillar íhug- unar. Margir þekkja »fjósakonurnar« svokölluðu, það eru þrjár stjörnur í röð, með líku bili á milli, í stjörnumerkinu Óríon; þær eru stundum kallaðar • Óríonsbeltið*.1) í skátabókinni, sem er víst víða til, er ófullkomin mynd af Óríonsmerkinu. Sú efsta af fjósakonunum er að heita má á ekvator himinsins, mitt á milli norðurpóls hans og suðurpóls. Hugsum oss nú tvo menn, Pét- ur og Pál, standa á sínum jarðarpólnum hvorn, Pétur á norðurpól, en Pál á suðurpól. Þessi umrædda stjarna er þá í sjóndeildarhringnum frá þeim báð- um að sjá — þó ekki alveg, heldur svo sem svarar einni tunglsbreidd fyrir •fan hann, því að ljósbrotið í lopthvolfinu lyptir henni sem því nemur, hér um bil. Pétur sér nú þessa stjörnu frá norðurpólnum færast meðfram sjón- deildarhringnum til hægri handar, en Páll sér hana frá suðurpólnum færast til vinstri handar, því að þeir Pétur og Páll snúa iljum saman og horfa báðir á sama hlutinn, og ætti nú lesandanum að vera þetta ljóst, ef hann setur sér fyrir sjónir stellingar þeirra Péturs og Páls hvors gagnvart öðrum og gagn- vart stjörnunni. Það er sagt, að himintungl kúlmíneri, þegar það fer yfir hádegisbaug staðarins, sem maður stendur á. Nú kemur sólin upp í austri um jafndægra- leytið, frá okkur að sjá, kúlmínerar í suðri og gengur undir í vestri, og þessi umferðarstefna, frá austri, um suður til vesturs, er hér kölluð sólar- sinnis, en hin umferðarstefnan, frá austri um norður, til vesturs, er kölluð »rangsælis«. En það er einmitt sú umferðarstefnan, sem sólin fylgir á suður- hveli, því að sólin kemur þar upp í austri og kúlmínerar i norðri, en gengur svo undir vestri. St|örnumerkin kringum ekvator, sem sjást bæði frá norður- og suðurhveli, snúa öfugt þar. Stjörnurnar Betelgeuze og Bellatrix í Óríons- merkinu eru héðan að sjá ofan v.ð fjó«akonurnar, en þaðan neðan við þær. Við mundum segja, að allt merkið væri á hvolfi. Tunglið færist greinilega til á himninum frá degi til dags. Ef tunglið er á suðurhimninum um náttmálabilið í kvöld, er það þó nokkru austar á himnin- um um náttmálabilið næsta kvöld. Hugsum oss vaxandi tungl fyrsta kvartil vera rétt á ekvator, mitt á milli himinpólanna — sem vel getur verið — og hugsum oss þá Pétur og Pál horfa á það hvorn frá sínum jarðarpól. Frá Pétri að sjá, sem stendur á norðurpólnum, snúa þá hornin á tunglinu til vinstri handar, en frá Páli að sjá til hægri, því að þeir snúa iljum saman. Reglan um tunglið er því á suðurhveli öfug við það, sem hún er hér. Þar snúa hornin á vaxandi tungli á fyrsta kvartili til hægri, en til vinstri hér. Eins er um minnkandi tungl á síðasta kvartili. Hornin á því snúa hér til hægri, en þar til vinstri Ef þeir á suðurhvelinu læsu okkar almanak, mundu þeir mis- skilja kvartilamerkin, eins og þau eru í því. Á miðjarðarlínunni sjálfri og þar í kring er naumast um neinn sólargang til hægri eða vinstri að ræða. Sólin kemur þar upp í austri og gengur beint 0 »Hnýttir þú siöstirnisins band? eða getur þú leyst Óríons (fjósakonanna) belti?« stendur í Jobsbók 38. kap. (Biblíuútgáfan 1859). (22)
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags
https://timarit.is/publication/866

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.