Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1950, Blaðsíða 38
Til eru verk úr samtíma Strindbergs, sem hafa
orðið lífseigari en sum af ritum hans, vinsælli, fág-
aðri, stórbrotnari. En ég efast um, að frá þessum
furðulega umbrotatíma sé til nokkur einstaklingur,
sem enn lifir i verkum sínum i heild einkennilegra,
fjölbreyttara og iðulausara lifi en August Strindberg,
persónulegra og heiftúðugra. Maðurinn er aðdáan-
lega og oft ofsalega lifandi i þeim öllum. Listamað-
urinn lifir nú fyrst og fremst i leikritunum, fullum
af nýjum úrlausnarefnum fyrir leikara og leikstjóra
enn i dag. Strindberg er einn af stórmeisturum leik-
rænnar listar. Hún er hin fjölbreyttasta list. Hún er
ekki í því einu fólgin, að fleiri eða færri persónur
gangi um fjalagólfið og tali saman skáldlegar setn-
ingar höfundarins, heldur er það samtvinnuð list
orða og athafna, sem lifa sínu eigin lífi i sjálfstæðri
veröld leiksviðsins. Þessa list leiksviðsins kunni
Strindberg út i æsar.
Strindberg horfir dálítið öðruvísi við frá sjónar-
miði okkar, sem horfum á hann eins og útlendingar,
en frá sjónarmiði heimalandsins. Þar var hann
brautryðjandi nýrrar bókmenntastefnu, raunsæis-
stefnunnar, upphafsmaður nýs stíls og nýrrar máls-
meðferðar. Þar varð hann einnig túlkur nýs sögu-
skilnings og seinna vissra þjóðlegra sjónarmiða.
Þar heima fyrir var hann lengi hneykslunarhella
eða skotspónn, tákn byltingar og gagnrýni á það,
sem honum þótti öfugir þjóðfélagshættir, ill trú og
lélegar bókmenntir. Hann var ungum mönnum tákn
nýs tíma, gömlum mönnum tákn nýrrar upplausnar.
Þó að nú sé fyrnt yfir margt af þessu, er það enn
þá lifandi þáttur í sænskri sögu. Frá útlendingsins
sjónarmiði er Strindberg að vísu Svii fyrst og
fremst, en þó alþjóðlegur höfundur og listamaður,
sem aðallega hefur haft áhrif á leikrænar bók-
menntir og leiksvið. Maðurinn sjálfur er líka sífellt
umhugsunar- og rannsóknarefni, hann var svo sér-
(36)