Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1950, Blaðsíða 30
Pushkins. Ef við miðum við okkar eigin bók-
mcnntir, íslendinga, þá koma höfuðrit Pushkins út
um sömu mundir og helztu rimur Sigurðar Breið-
fjörðs, Ármann á Alþingi og Hómersþýðingar Svein-
bjarnar Egilssonar, og Fjölnir er farinn að koma út
fáum áður áður en Pushkin deyr, en hann dó ári
áður en Jón Espólín. Sama alþjóðlega rómantíkin og
þjóðlega vakningin er þá undiralda skáldskapar og
þjóðlífs um allar jarðir í Evrópu, frá Englandi til
Rússlands, frá Frakklandi til íslands.
Það er annars ekki rétt að tala um rómantík eina
í sambandi við Pushkin, þó að hún væri yfirgnæf-
andi í fyrstu og vinsælustu verkum hans. Höfuðrit
hans, ljóðsagan Eugen Onegin, er ekki síður raunsæ
lýsing á rússnesku lífi samtíma hans. Sagt hefur
verið eitthvað á þá leið, að hún væri skáldleg al-
fræði um rússneskt lif. Þetta er ein af öndvegisbók-
um 19. aldarinnar, saga í ljóðum, eins konar ríma.
Hún er ort undir hætti, sem Pushkin setti saman,
rímuðum 14 línu hætti, sem oft er nú kallaður
Oneginháttur. Sagan er í 8 bókum eða rimum og
segir ævisögu rússnesks aðalsmanns og ævintýra-
manns og lýsir lífi hans og umhverfi i Pétursborg
og á aðalssetrum uppi í sveit. Kernur þá fram fjöldi
af öðru fólki, sein lýst er fagurlega og fjörlega, svo
að daglegt lif þess, þrár og vonbrigði eru ljóslifandi.
Eugen Onegin er fyrst og fremst í útlendings augum
læsileg og skemmtileg saga, vel sögð og full af fögr-
um mannlýsingum og' náttúrulýsingum, spennandi
ástasaga. Ýmis meginatriði sögunnar eru mörgum
kunnari úr samnefndri óperu Tchaikovskis en úr
sjálfu kvæði Pushkins. Söguhetjurnar eru Eugen
Onegin og Tatjana. Onegin er auðugur, en miðlungi
vel gefinn, og vel upp alinn samkvæniismaður, sem
lifir og hrærist í glaumi og glysi yfirstéttanna í
Pétursborg, við dans og drykkju og kvennafar,
eyðir dögum sínum i veitingahúsum fína fólksins
/
(28)