Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1950, Blaðsíða 32
Þetta er einföld lýsing á fjölbreyttum sögubræði.
Þar bcr margt á góma, og fjölda fólks bregður fyrir,
og höfundurinn drepur á urmul af mönnum og mál-
efnum, fornum og nýjum, í bókmenntum og opin-
beru lífi og sýnir þannig áhugamál sín og smekk.
Þar bregður fyrir Ovid og Apuleius og Sadi, þar
lesa menn kvæði Tassos fram á nætur og dást aS
Byron, og' gömlum sögum skýtur þar upp, eins og
sögunni af Stjenka Rasin.
Pushkin var í nálega sjö ár að yrkja Eugen One-
gin, en að vísu i ígripum, þvi aS hann samdi margt
annaS á þessum árum. Þessi IjóSsaga hans er nán-
ast i flokki meS Childe Harold eSa Don Juan Byrons
eða Adam Homo í norrænum bókmenntum. í ís-
lenzkum kveðskap er varla neitt sambærilegt, það
skyldi þá vera Á ferð og flugi Stephans G. Steplians-
sonar.
Þó að Eugen Onegin sé að ýmsu leyti höfuðverk
Pushkins, orti hann margt annað ágætra verka, bæði
kvæði og IjóSsögur, skáldsögur, leikrit og ævintýri.
Hann var mjög afkastamikill þau 16—17 ár, sem rit-
ferill hans nær einkum yfir. Hann fór mjög snemma
að yrkja, og frá skólaárum hans munu vera til um
100 kvæSi eftir hann, en alls sennilega um 500
kvæði, auk stærri verlca hans. ÞaS voru skólakvæð-
in, sem fyrst vöktu athygli á honum, einkum eitt
þeirra, sem hann flutti á skólahátíð. Á þeim árum
byrjaði hann einnig á fýrstu ljóðsögu sinni, Ruslan
og Ludmila, sem seinna varð mjög vinsælt kvæði og
síðan efni i alkunna óperu eftir Glinka. Hann gerði
einnig lög við ýmis smærri kvæði Pushkins.
Skólaskáldið Pushkin var svo önnum kafinn við
list sína, eins og skólaskálda er siður, að ýmis önn-
ur aukastörf í skólanum sátu á hakanum, eins og t.
d. námið. Hann lét einnig stundum seinna embættis-
störfin reka á reiðanum, þegar hann þurfti að yrkja
eða skemmta sér. Sjálfsagt þarf ekki að harma það,
(30)