Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1950, Qupperneq 24
Gangur himintungla á norður- og suðurhveli jarðar.
Himintunglin virðast fara kringum jörðina einu sinni á sólarhring, hér um
bil, tunglið á nokkru lengri tíma, ca. 24 stundum og 49 mín. að meðaltali, en
stjðrnurnar á dálítið styttri tíma, ca. 23 stundum og 56 mín. Þau færast til
hægri handar frá okkur að sjá, en til vinstri handar frá þeim að sjá, sem búa
á suðurhveli jarðar. Þetta er ekki erfitt að skilja, en krefst þó dálítillar íhug-
unar. Margir þekkja »fjósakonurnar« svokölluðu, það eru þrjár stjörnur í röð,
með líku bili á milli, í stjörnumerkinu Óríon; þær eru stundum kallaðar
• Óríonsbeltið*.1) í skátabókinni, sem er víst víða til, er ófullkomin mynd af
Óríonsmerkinu. Sú efsta af fjósakonunum er að heita má á ekvator himinsins,
mitt á milli norðurpóls hans og suðurpóls. Hugsum oss nú tvo menn, Pét-
ur og Pál, standa á sínum jarðarpólnum hvorn, Pétur á norðurpól, en Pál
á suðurpól. Þessi umrædda stjarna er þá í sjóndeildarhringnum frá þeim báð-
um að sjá — þó ekki alveg, heldur svo sem svarar einni tunglsbreidd fyrir
•fan hann, því að ljósbrotið í lopthvolfinu lyptir henni sem því nemur, hér
um bil. Pétur sér nú þessa stjörnu frá norðurpólnum færast meðfram sjón-
deildarhringnum til hægri handar, en Páll sér hana frá suðurpólnum færast til
vinstri handar, því að þeir Pétur og Páll snúa iljum saman og horfa báðir á
sama hlutinn, og ætti nú lesandanum að vera þetta ljóst, ef hann setur sér
fyrir sjónir stellingar þeirra Péturs og Páls hvors gagnvart öðrum og gagn-
vart stjörnunni.
Það er sagt, að himintungl kúlmíneri, þegar það fer yfir hádegisbaug
staðarins, sem maður stendur á. Nú kemur sólin upp í austri um jafndægra-
leytið, frá okkur að sjá, kúlmínerar í suðri og gengur undir í vestri, og
þessi umferðarstefna, frá austri, um suður til vesturs, er hér kölluð sólar-
sinnis, en hin umferðarstefnan, frá austri um norður, til vesturs, er kölluð
»rangsælis«. En það er einmitt sú umferðarstefnan, sem sólin fylgir á suður-
hveli, því að sólin kemur þar upp í austri og kúlmínerar i norðri, en gengur
svo undir vestri. St|örnumerkin kringum ekvator, sem sjást bæði frá norður-
og suðurhveli, snúa öfugt þar. Stjörnurnar Betelgeuze og Bellatrix í Óríons-
merkinu eru héðan að sjá ofan v.ð fjó«akonurnar, en þaðan neðan við þær.
Við mundum segja, að allt merkið væri á hvolfi.
Tunglið færist greinilega til á himninum frá degi til dags. Ef tunglið er á
suðurhimninum um náttmálabilið í kvöld, er það þó nokkru austar á himnin-
um um náttmálabilið næsta kvöld. Hugsum oss vaxandi tungl fyrsta kvartil
vera rétt á ekvator, mitt á milli himinpólanna — sem vel getur verið — og
hugsum oss þá Pétur og Pál horfa á það hvorn frá sínum jarðarpól. Frá
Pétri að sjá, sem stendur á norðurpólnum, snúa þá hornin á tunglinu til
vinstri handar, en frá Páli að sjá til hægri, því að þeir snúa iljum saman.
Reglan um tunglið er því á suðurhveli öfug við það, sem hún er hér. Þar
snúa hornin á vaxandi tungli á fyrsta kvartili til hægri, en til vinstri hér. Eins
er um minnkandi tungl á síðasta kvartili. Hornin á því snúa hér til hægri, en
þar til vinstri Ef þeir á suðurhvelinu læsu okkar almanak, mundu þeir mis-
skilja kvartilamerkin, eins og þau eru í því.
Á miðjarðarlínunni sjálfri og þar í kring er naumast um neinn sólargang
til hægri eða vinstri að ræða. Sólin kemur þar upp í austri og gengur beint
0 »Hnýttir þú siöstirnisins band? eða getur þú leyst Óríons (fjósakonanna)
belti?« stendur í Jobsbók 38. kap. (Biblíuútgáfan 1859).
(22)