Ársrit Nemendasambands Laugaskóla - 01.01.1926, Blaðsíða 14
s
En gefur þá ekkert varnað því, að vegfarandinn verði
strandarglópur, skipbrotsmaður? Er loku fyrir það skot-
ið, að liann haldi áfram ferð sinni áleiðis að takmarkinu,
til að vinna fyrir hugsjón sína? Er honum alls varnað?
Ekki myndu vinir hans óska að svo væri, og ef þeir
eru sannir vinir, þá vilja þeir eiga hlufdeild í kjörum hans
og miðla honurn af afli sínu, til þess að ferðinni geti
orðið framgengt. Pess vegna bjóða þeir honurn aðstoð
og liðveislu, þegar þeim verður gengið fram hjá. Þeir
leggja afl sitt við hans afl, og með sigursæld samtaka
og einingar auðnast þeim, að hefja bjargið á veginum og
varpa því út í móinn. Þegar afrekið er unnið þurka þeir
af sér svitann og blása mæðinni. Brosandi líta þeir hver
á annan og horfa síðan fram á veginn, sem er beinn og
sléttur. Sumarblærinn hreinn og þýður leikur um vanga
þeirra, og sólin stráir geislum sínum yfir alt dautt og
lifandi, lífgar það og hressir og gefur umhverfinu svip
og fegurð. Og vegfarandinn horfir fram með djörfum
hug og einbeittum vilja og óbilandi trausti á afl sitt og
öryggi til framkvæmda. Hann er eins og lífsglaður
unglingur, sem horfir fram á ófarna æfibraut. Og
hann gleymir ekki að þakka vinum sínum drengilega
hjálp, vinum, sem best reyndust, þegar mest lá við.
Hann gleymir ekki, hverju hann á þeim upp að unna,
heldur hugsar til endurgjalds.
Þannig hugsar hver góður drengur, sem liðveislu
þiggur. Þannig hugsuðu víkingarnir fornu, þegar þeir
voru í háska staddir, og þágu liðveislu af einhverjum
fardreng, sem um hafið sigldi. Þannig hugsuðu skógar-
mennirnir, sem hvergi áttu höfði sínu að að halla, þegar
einhver rétti þeim hjálparhönd. Og þannig hugsar nú-
tíma íslendingurinn, þegar hann er í klungrum staddur
og óvænt hönd lyftir honum yfir.
Það er því ekki unnið fyrir gíg, þó að kröftum sé