Ársrit Nemendasambands Laugaskóla - 01.01.1926, Blaðsíða 96
90
mælikvarða á það, hvað nemandi liafi haft upp úr skóla-
veru, hve miklu hann liafi bætt við þekkingarforða sinn.
Hve miklu meira hann viti um fortíð þjóðar sinnar, hve
mikið betur hann ritar móðurmál sitt nú en þegar hann
kom í skólann o. s. frv. Petta er líka sá eini árangur,
sem hægt er að nokkru að mæla. En jafnvel þótt þessi
mælikvarði sýni góðan árangur, fer því fjarri, að trygg-
ing sé fengin fyrir því, að förin hafi vel tekist, og betur
sé farið en heima setið. En þá liggur fyrir önnur spurn-
ing: Hvað hafið þið átt kost á að nema hér annað en
það, sem felst í námsgreinum skólans sjálfum? — Petta er
eflaust fyrsta ganga flestra ykkar frá foreldrum eða öðr-
um vandamönnum. Pess vegna hafið þið hér haft tæki-
færi til að beita kröftuin ykkar á annan hátt en áður
hefir verið. Hér hafið þið unnið upp á eigin hönd og
borið fulla ábyrgð ykkar eigin gjörða. Hér hafið þið
ráðið sjálf yfir ykkar eigin tíma og ráðið sjálf ykkar vinnu-
brögðum, þegar sleppir þeim hömlum, sem skólareglurn-
ar hafa á ykkur lagt. Og hér hafið þið gengið undir
próf í þeirri miklu námsgrein að læra að umgangast aðra
menn. Pið hafið hér komið fram sem sjálfstæðir borg-
arar í félagi meðal ókunnra manna. Og ef þið finnið
hjá ykkur vissu um það, að þessi atriði hafi vel tekist
fyrir ykkur, þá er mikill sigur unninn, og þá getið þið
litið með ánægju yfir starfið á liðnum vetri. Og hafi
skólinn verið ykkur fil einhvers styrks í þá átt, þá er vel farið.
Aldraði maðurinn lítur um öxl. Æskumaðurinn horfir
fram. Hann sér verkefni mörg og ótæmandi í framtíð-
inni og hann finnur kraftinn hjá sjálfum sér, sem hann
þráir að beita við þau verkefni. Hann vill taka veginn
í stórum skrefum, því að einlægt er fegra frainundan en
áður var fengið. Og hann kastar því liðna að baki sér
án þess að búast við að mæta því aftur. — En dagurinn
í dag lánar deginum á morgun nokkuð af sínum eigin blæ.