Ársrit Nemendasambands Laugaskóla - 01.01.1926, Blaðsíða 75
69
manna er valinn af sýslunefnd, annar af S. P. U., þriðji
af ábyrgðarmönnum fyrir láni skólans. Eg bið alla að
taka undir þá ósk með mér, að skólinn megi vel dafna
undir stjórn þeirra manna og verða héraðinu til blessun-
ar. Fyrsta vetrardag n. k. tekur hann til starfa.
S. Þ. U. afhendir skólann í dag. Mér hefir verið falið
að lýsa því hér yfir í heyranda hljóði og eg geri það nú
í áheyrn ykkar. En við, sem höfum fyrir því barist að
reisa skólann, erum ekki með því að sleppa af hon-
um hendi. Við viljum halda þar í horfi, sem við höfum
hafið stefnuna. Með okkur erum við að stofna félagsskap um
skólann honum til styrktar fjármunalega og siðferðislega.
En ungu sveitinni, sem nú er að taka við ungmenna-
félögunum úr okkar höndum, viljum við ekki að skólinn
verði ok, sem henni er nauðugt og erfitt að bera. Henni
skal opinn vegur að styðja skólann og styrkja á alla
lund. Ekkert yrði okkur ljúfara, gleðilegra. Okkur væru
það bestu þakkirnar fyrir það, sem við höfum gert. En við
viljum ekki, að skólinn verði þessari ungu sveit nauðungar-
baggi. Sjálf á hún að kjósa sjer stríð og starf. Miklu
skiftir að alt menningarstarf sé samfelt kynslóð eftir kyn-
slóð. En meiru varðar þó, að altaf fylgi hugur hönd.
I dag er skólans minst sérstaklega. , En þó skal þess
líka getið, að S. Þ. U. hefir fleira gert á 10 árum en að
reisa skólann. Pað hefir meðal annars reynt að leggja
sinn skerf til að gera þá sveit, sem í dag reynir listir
sínar, sem best að íþróttum búna. Og því munuð þið,
ungu íþróttamenn eigi geta gert okkur meiri gleði í dag
með öðru, en duga nú vel.
Og svo ávarpa eg ykkur, ungu sveinar og meyjar, sem
nú eigið að erfa ríkið, sem við reistum fyrir 10 árum. Dag-
urinn í dag á öðrum dögum framar að sýna, hvers af
ykkur má vænta, hann á að sýna félagslegan þroska ykkar,
fórnarlund, kapp ykkar, hugrekki og íþróttir. Hver dagur