Ársrit Nemendasambands Laugaskóla - 01.01.1926, Blaðsíða 59
53
til, að hún hafi unnað mest, a. m. k. hlýtur hann föður-
nafn hennar og ber skýr merki svips hennar og áhrifa.
Pað er líka vel skiljanlegt. Slík kona sem Bergþóra
hlýtur að gefa fyrsta barninu djúpan, óskertan hlut sálar
sinnar. Djarfir hafa draumar hennar verið, þegar þessi
efnilegi sonur var lagður við brjóst henni. Frá móður-
brjóstinu hlaut hann hreysti, stórlyndi, eggjanir til afreks-
verka. — En Njáll kendi skjótt hina þverbrotnu, ógætnu
Bergþórulund í fari drengsins, og til að firra ógæfu vildi
hann leggja á hana hömlur nokkrar.
Njála hefur frásögu sína á Skarphéðni með lýsingu
hans: »Hann var mikill maðr vexti ok styrkr, vígr vel,
syndr sem selr, manna fóthvatastr, skjótráðr ok öruggr,
gagnorðr ok skjótorðr ok skáld gott, enn þó löngum vel
stiltr. Hann var jarpr á hár — ok sveipr í hárinu, —
eygðr vel, fölleitr og skarpleitr — liðr á nefi og lá hátt
tanngarðrinn, — munnljótr nokkvat ok þó manna her-
mannlegastr.« Þetta er gagnorð og tæmandi mannlýsing.
En um leið stingur hún nokkuð í stúf við aðrar lýs-
ingar á fornköppunum t. d. Gunnari á Hlíðarenda eða
Kjartani Ólafssyni. Yfir lýsingum þeirra er eitthvað svo
bjart, létt og leikandi, en yfir þessari öllu þyngra. t>ó
er hún eigi að síður glæsileg og einkennandi, en það
verður undireins Ijóst, að úr þessari átt er allra veðra
von. Hversdagsgæfnin og stillingin aðeins sterk, harð-
fengin átök geðríks ofurhuga til að halda sér í skefjum.
Og enn Ijósara verður þetta, þegar lýst er svipbrigðum
Skarphéðins við skapraun eða eggjanir. Þegar Bergþóra
móðir hans kemur gustmikil og skapsár til þeirra bræðra
og segir þeim frá gjöfum þeim, er varpað hafi verið til
þeirra úr dyngju Hallgerðar á Hlíðarenda, hinum verstu
hrak- og smánaryrðum, segir hann aðeins: »Ekki höfu
vér kvenna skap, at vér reiðimst við öllu,« og þegar'svo
móðir hans heldur áfram að láta eggjanir og hæðiyrði