Ársrit Nemendasambands Laugaskóla - 01.01.1926, Blaðsíða 81
Stórhríð.
(Stíll.)
Pað var hálfrokkið í baðstofunni — þó var klukkan
ekki nema tvö — og stormurinn kvein ömurlega á þekj-
unni, stundum lágt og lymskulega, en hinn sprettinn sótti
hann í sig veðrið og þá skalf baðstofan við. Fólkið sat
þar við vinnu sína þögult og þungbúið. Myrkrið, kuld-
inn og gnauðið í storminum lagðist eins og þungt farg
á hug þess. Bóndinn gekk um gólf með hendurnar
fyrir aftan bakið, og hann var enn Iotnari í herðum en
venjulega, og það bar miklu meira á hrukkunum á enni
hans en endrarnær.
Húsfreyjan sat við spuna og þeytti rokkinn með ákafa,
eins og hún vildi með því forðast óyndið, sem Iagðist
eins og mara á alla, sem sátu inni. Á gólfinu sat lítill
drengur og lék sér að leggjum, skeljum og hornum, —
hann var sá eini, sem óveðrið virtist ekki hafa mikil áhrif
á. Hann ímyndaði sér að hann væri að reka stóra hjörð
út í grænan og ilmandi haga. En við og við leit hann
þó upp frá leiknum, starði alvarlega út í gluggann og
hlustaði á þytinn í storminum. Og brátt snerist leikur-
inn þannig við, að hann þóttist vera upp á heiði í grenj-
andi stórhríð og var að berjast við að koma kindunum
sínum heim. — Og loks tókst að koma fénu heim með
hjálp Snata og Forustu-Móra.
Snjónum hlóð á gluggana, svo að brátt varð aldimt í
baðstofunni. Pá settist litli drengurinn hjá mömmu sinni
og nú var eins og óljós kvíði settist að sál hans.