Ársrit Nemendasambands Laugaskóla - 01.01.1926, Blaðsíða 57
51
að þessi »örlög« hans voru bein afleiðing af illri breytni,
hinu soralega, skuggafulla vígi fóstbróður hans, Hösk-
uk' Hvítanessgoða.
Mer fanst altaf, að á bak við þessa breytni lægju ein-
hver hulin rök, sem gætu afsakað hann. Eitthvað, sem
hefði hlotið að koma, orðið að brjótast fram.
Eg gat þó ekki gert mér neina ljósa grein fyrir í hverju
þetta Iá, heldur lagði aðeins bókina frá mér, hrygg og
reið í huga yfir endi hennar og úrslitum.
Síðan eg stálpaðist og hefi lesið Njálu oftar og með
meiri gaumgæfni, hefir mér æ virst hið sama, að í skap-
gerð og lífi Skarphéðins hafi verið misræmi.
í sálarlífi hans hafi verið eins og spentur bogi, sem
atvikin hafi altaf meir og meir harðspent, uns að lokum
örin flaug af — en hitti illa og ógæfulega.
Hin djarfa, þóttafulla, ástríðuþunga skapgerð hans
þoldi ekki þau bönd, sem vitur og holl föðurhönd ætlaði
að færa hana í. Ekki þegar til lengdar lét. Ein endur-
tekin, stingandi snerting á viðkvæmasta blettinum, sjálfs-
metnaðurinn, og böndin hrukku af.
Þegar sterkur, vígreifur valur brýtst að síðustu úr gullna
og þrönga búrinu, er hann hefir setið í árum saman, hver
undrast það þá, þótt vængjatökin verði þung og ógn-
andi, hugurinn harður og æstur, móða í augum eftir að
hafa mænt lengi og ákaft út í sólskin og frelsi gegnum
gler, kröftunum verði lítt í hóf stilt og hann velji sér
svo þá bráðina, er síst skyldi, hina hvítu, friðsömu, sak-
lausu systur sína, rjúpuna?
Líf manna er ofið af tveim meginþáttum, ívafi og uppi-
stöðu. í uppistöðunni felast erfðirnar, kynfylgjan, með-
fæddir hæfileikar og ósjálfráðar tilhneigingar.
En í ívafið er spunnið uppeldi, venjur og atvik.