Ársrit Nemendasambands Laugaskóla - 01.01.1926, Blaðsíða 52

Ársrit Nemendasambands Laugaskóla - 01.01.1926, Blaðsíða 52
46 í raun rétlri einu forréttindin, sem á móti koma. Hitt er auðvitað mál, að frá skólans hálfu eru nemendur frá öllu landinu jafn velkomnir. Um 20. grein. Skilyrðin fyrir skólavist eru öll sjálfsögð nema aldurs- skilyrðið. Pað mun hinsvegar valda nokkrum ágreiningi. Ýmsir liafa látið þá skoðun í ljós, að skólinn ætti að taka nemendur 14 ára og eldri. Það væri nauðsynlegt, að gefa unglingum kost á að halda áfram námi í alþýðu- skóla undireins og lokið væri barnafræðslunni. Þetta hefir við nokkur rök að styðjast. En það er gömul og ný kennarareynsla, að mjög er erfitt að kenna saman unglingum um fermingaraldur og um tvítugt. Það er að vísu ekki ætíð geysimunur á hæfileikum að tileinka sér þekkingu og nema til prófs. En það er geysimunur á lífsreynslu og hugsunarþroska að öllum jafnaði. Og kensla alþýðuskóla okkar á að vera þannig, að fult tillit þurfi að taka og sé tekið til þess. Þeir verða því annað- hvort að vera fyrir 14—16 ára æsku eða 17—25 ára. í eldri deild þessa skóla á kenslunni að vera þannig hagað, að það krefur mikils þroska af nemendum. Þar er því aldurtakmarkið síst of hátt. Og þá Ieiðir af sjálfu sér um aldurstakmarkið í yngri deild. Það færi illa á því, að nemendur þeir, er þangað koma, gætu ekki átt kost á að halda áfrain námi við skólann sökum aldurs síns. Þess verður líka að gæta, að þessum skóla er meira ætlað en að vera fræðiskóli aðeins. Hann á jafnframt að vekja nemendur sína og styrkja að hætti lýðháskól- anna á Norðurlöndum. Það mun öllum ljóst, þeim er við kenslu í lýðháskólum hafa fengist, að til þess er aldurinn um tvítugt best valinn. Á þeim árum er æsku- maðurinn að fá vald yfir eigin lífi. Þá fer hann að finna til þeirrar ábyrgðar, sem lífinu fylgir, og leifa að úrræðum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Ársrit Nemendasambands Laugaskóla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ársrit Nemendasambands Laugaskóla
https://timarit.is/publication/871

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.