Ársrit Nemendasambands Laugaskóla - 01.01.1926, Síða 52
46
í raun rétlri einu forréttindin, sem á móti koma. Hitt
er auðvitað mál, að frá skólans hálfu eru nemendur frá
öllu landinu jafn velkomnir.
Um 20. grein.
Skilyrðin fyrir skólavist eru öll sjálfsögð nema aldurs-
skilyrðið. Pað mun hinsvegar valda nokkrum ágreiningi.
Ýmsir liafa látið þá skoðun í ljós, að skólinn ætti að
taka nemendur 14 ára og eldri. Það væri nauðsynlegt,
að gefa unglingum kost á að halda áfram námi í alþýðu-
skóla undireins og lokið væri barnafræðslunni. Þetta
hefir við nokkur rök að styðjast. En það er gömul og
ný kennarareynsla, að mjög er erfitt að kenna saman
unglingum um fermingaraldur og um tvítugt. Það er
að vísu ekki ætíð geysimunur á hæfileikum að tileinka
sér þekkingu og nema til prófs. En það er geysimunur
á lífsreynslu og hugsunarþroska að öllum jafnaði. Og
kensla alþýðuskóla okkar á að vera þannig, að fult tillit
þurfi að taka og sé tekið til þess. Þeir verða því annað-
hvort að vera fyrir 14—16 ára æsku eða 17—25 ára. í
eldri deild þessa skóla á kenslunni að vera þannig hagað,
að það krefur mikils þroska af nemendum. Þar er því
aldurtakmarkið síst of hátt. Og þá Ieiðir af sjálfu sér
um aldurstakmarkið í yngri deild. Það færi illa á því,
að nemendur þeir, er þangað koma, gætu ekki átt kost
á að halda áfrain námi við skólann sökum aldurs síns.
Þess verður líka að gæta, að þessum skóla er meira
ætlað en að vera fræðiskóli aðeins. Hann á jafnframt
að vekja nemendur sína og styrkja að hætti lýðháskól-
anna á Norðurlöndum. Það mun öllum ljóst, þeim er
við kenslu í lýðháskólum hafa fengist, að til þess er
aldurinn um tvítugt best valinn. Á þeim árum er æsku-
maðurinn að fá vald yfir eigin lífi. Þá fer hann að finna
til þeirrar ábyrgðar, sem lífinu fylgir, og leifa að úrræðum