Ársrit Nemendasambands Laugaskóla - 01.01.1926, Blaðsíða 16
10
Því þá ekki gjöra hvorlveggja, að veila og þiggja, gefa
og taka við, vera bæði veitandi og þiggjandi? Því þá
ekki að miðla öðrum, fyrst það veitir unun og sanna gleði?
Því ekki að taka á móti gjöfum, sem að gagni verða,
þegar gefandinn er vinur og velunnari, sem gefur ekki
af annara fé og með hangandi hendi, heldur »gefur af
sjálfs sín og gefur óspart,« því þá ekki að vinna þann-
ig fyrir launum með breytni sinni, því að »með þeim
mæli, sem þér mælið öðrum mun yður mælt verða«.
Er ekki hyggilegt að verða aðnjótandi svo hagkvæmra
viðskifta í ríkum mæli?
Hvers vegna erum við altaf að elda grátt silfur saman
og troða skóinn hver niður af öðrum? Hvers vegna er
sundrungin og ósamlyndið svo rík í hugum okkar? Og
þó erum við allir hver öðrum Iíkir og skyldir og búum
yfir svipuðum tilfinningum og þrám. Leitum allir eftir
svipuðum gæðum og verðmætum, til þess að fullnægja
óskum okkar og löngunum. Það er ekki hagsýni, að
stöðugt keppi einn og einn að því, að fullnægja þeim
löngunum, og sporni jafnframt á móti því, að nágrann-
inn nái takmarkinu og höndli hnossið. Með því móti
hindrum við okkar eigin framgang óbeinlínis. Með því
verður öll viðleitni og framsókn að togstritu eigin hags-
muna og engin hugsar um annað en skara glóð að sinni
eigin köku, þótt með því taki hann eld frá þeim, sem
hægra og vinstra megin búa. Þetta verður að vísu ekki
nema kaup kaups, því að nágranninn réttir hlut sinn
næst, þegar hann sér sér færi, en þetta hindrar allar eðli-
legar franifarir og umbætur. Með þessu eyðileggur Pétur
akurinn hans Páls og sáir í hann illgresi. Og Páll gerir
slíkt hið sama fyrir Pétri og hlífist ekki við. Með þessu
erum við ekki að sækja fram, heldur hörfa aftur á bak.
Ekki að leita til þroska og þróunar, heldur hnignunar og
afturfarar. Með þessu vöxum við ekki af starfinu, held-