Ársrit Nemendasambands Laugaskóla - 01.01.1926, Side 16

Ársrit Nemendasambands Laugaskóla - 01.01.1926, Side 16
10 Því þá ekki gjöra hvorlveggja, að veila og þiggja, gefa og taka við, vera bæði veitandi og þiggjandi? Því þá ekki að miðla öðrum, fyrst það veitir unun og sanna gleði? Því ekki að taka á móti gjöfum, sem að gagni verða, þegar gefandinn er vinur og velunnari, sem gefur ekki af annara fé og með hangandi hendi, heldur »gefur af sjálfs sín og gefur óspart,« því þá ekki að vinna þann- ig fyrir launum með breytni sinni, því að »með þeim mæli, sem þér mælið öðrum mun yður mælt verða«. Er ekki hyggilegt að verða aðnjótandi svo hagkvæmra viðskifta í ríkum mæli? Hvers vegna erum við altaf að elda grátt silfur saman og troða skóinn hver niður af öðrum? Hvers vegna er sundrungin og ósamlyndið svo rík í hugum okkar? Og þó erum við allir hver öðrum Iíkir og skyldir og búum yfir svipuðum tilfinningum og þrám. Leitum allir eftir svipuðum gæðum og verðmætum, til þess að fullnægja óskum okkar og löngunum. Það er ekki hagsýni, að stöðugt keppi einn og einn að því, að fullnægja þeim löngunum, og sporni jafnframt á móti því, að nágrann- inn nái takmarkinu og höndli hnossið. Með því móti hindrum við okkar eigin framgang óbeinlínis. Með því verður öll viðleitni og framsókn að togstritu eigin hags- muna og engin hugsar um annað en skara glóð að sinni eigin köku, þótt með því taki hann eld frá þeim, sem hægra og vinstra megin búa. Þetta verður að vísu ekki nema kaup kaups, því að nágranninn réttir hlut sinn næst, þegar hann sér sér færi, en þetta hindrar allar eðli- legar franifarir og umbætur. Með þessu eyðileggur Pétur akurinn hans Páls og sáir í hann illgresi. Og Páll gerir slíkt hið sama fyrir Pétri og hlífist ekki við. Með þessu erum við ekki að sækja fram, heldur hörfa aftur á bak. Ekki að leita til þroska og þróunar, heldur hnignunar og afturfarar. Með þessu vöxum við ekki af starfinu, held-
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116

x

Ársrit Nemendasambands Laugaskóla

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ársrit Nemendasambands Laugaskóla
https://timarit.is/publication/871

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.