Ársrit Nemendasambands Laugaskóla - 01.01.1926, Blaðsíða 108
102
Aukanámsgreinar islenska, danska, náttúrufræöi og reikn-
ingur. Gerði mjög góða úrlausn í reikningi, góða i málfræði
og náttúrufræði, en slæma i skriflegri íslensku og dönsku.
4. Jón Bjarnason.
Aðalnám íslensk tunga og ísl. bókmentir. Skilaði góðri rit-
gerð uni St. G. Stephansson og gerði mjög góða úrlausn
við próf.
Aukanámsgreinar íslandssaga, danska, Iandafræði, reikn-
ingur og teikning. Gerði alstaðar góðar úrlausnir við próf.
5. Ragnar A. Porsteinsson.
Valdi enga aðalnámsgrein, en skilaði ritgerðum í ísl. bók-
mentasögu (Annað líf í ísl. bókmentum), mannkynssögu (Bar-
átta kirkju og veraldlegs valds á miðöldum) og landafræði
(Lönd Rússa í Asíu). Stundaði nám í íslensku, ensku, íslands-
sögu, mannkynssögu, landafræði, náttúrufræði, reikningi og
teikningu. Gerði ágæta úrlausn í reikningi og mjög góðar
úrlausnir í hinum námsgreinunum.
6. Sigrún Ingólfsdóttir.
Aðalnám íslensk tunga og isl. bókmentir. Skilaði ágætri —
óvenju frumlegri og skarplegri—ritgerð um Skarphéðinn Njáls-
son og gerði ágætar úrlausnir við próf.
Tók ekki próf í aukanámsgreinum nema ensku (mjög góð
úrlausn).
7. Sigurbjörg Sigurjónsdóttir.
Aðalnám islensk tunga og ísl. bókmentir. Skilaði mjög
góðri og ítarlegri ritgerð um Bólu-Hjálmar og gerði mjög
góðar úrlausnir við próf.
Aukanámsgreinar enska, íslandssaga, mannkynssaga, landa-
fræði, náttúrufræði og reikningur. Gerði ágætar úrlausnir í
mannkynssögu, íslandssögu, náttúrfræði og landafræði og
góðar úrlausnir í reikningi og ensku.
8. Pórður Hjartarson.
Aðalnám smiði. Aðalverkefni skrifborð með skúffuni.
mjög gott.
Aukanámsgreinar íslenska, danska, íslandssaga, reikningur
og teikning. Gerði alstaðar góðar úrlausnir við próf.
9. Porgeir Jakobsson.
Aðalnám smiði. Smíðaði margt og alt mjög vel.