Ársrit Nemendasambands Laugaskóla - 01.01.1926, Blaðsíða 83
Vöxtur.*)
Fyrir nokkrum árum var jeg á ferð efst í Haddingja-
dal með Björgvinjarbrautinni. Dalurinn er þröngur og
granít-fjöll til beggja hliða. Stundum reis hamraveggur-
inn snarbrattur yfir eimlestinni. stundum þaut hún gegn-
um dimm jarðgöng, þar sem grafið hafði verið gegnum
fjallsaxlirnar. En það, sem einkum hélt athygli minni vak-
andi, var þó furuskógurinn. Hann hafði eigi aðeins klætt
skriður og drög, heldur hafði hann líka ráðist á snarbratt-
an hamravegginn. Hvar sem dró til syllu eða skúta mátti
sjá lága og grannvaxna og oftast kræklótta furuhríslu.
Petta snarbratta bjarg með lágum og grannvöxnum furu-
trjánum varð mér ímynd baráttu lífsins við þá erfiðleika,
sem lagðir eru í veg þess. En það var mér líka ímynd
þeirrar ólgandi lífsþrár, sem einkennir alt lifandi, þeirrar
lífsþrár, sem enga erfiðleika sér og enga erfiðleika hræð-
ist. Var það ekki sama volduga þráin, sem hafði knúð
furuna til að sækja í hengiflugið og skjóta rótum, hvar
sem sprunga var og moldarögn og knúð hafði mennina
til að brjóta sér veg gegnum sindurhart forngrýtið? Hér
var lífið að beygja dauða náttúruna til hlýðni, það var að
*) Petta er fyrsta erindi af ca. 20, sem eg hef haldið á veturna
fyrir nemendur mína, fyrst á Br.mýri og svo hér á Laugum sl.
vetur, um uppeldisleg efni. Hin eiga að koma smám saman í
Ársritinu i réttri röð.
A S.