Jólagjöfin - 24.12.1917, Blaðsíða 20

Jólagjöfin - 24.12.1917, Blaðsíða 20
18 JÓLAGJOFIN Það má einu gilda, svaraði Adam og rölti heim, þreylt- ur eins og daglaunamaður. * * * Adam dó og margir ættliðir afkomenda hans. En þyrnikvisturinn blómstraði á hverju sumri. Hirðir nokkur lá hálfsofandi hjá hjörð sinni. Ilmurinn af þyrnirunnanum hafði deyft hann, og suðan í bíflugum og engisprettum svæft hann. Það var fertugasta árið seni hann var þarna, til þess að temja sér hógværð. Og nú var þessu námi að verða lokið. Stjörnurnar höfðu kent honum um langar nætur. Allir þessir gullnu, glitrandi smádeplar, sem svifu þarna uppi, hinir sömu ár eftir ár, sem komu aldrei of seint og átlu aldrei i huippingum, — höfðu kent honum nokkuð af listinni. Og girðingin þarna, þyrnikvistarnir sem teygðu úr sér ofurlítið ár frá ári, visnuðu og grænkuðu aft- ur, blómstruðu og dreyfðu snjóhvitum blómblöðunum um jörðina, þeir kendu honum líka. Og fuglarnir, sem aldrei létu glepjast á tímanum, komu þegar þeim bar og fóru aft- ur þegar tími var til kominn, bygðu þolinmóðir litlu hreiðrin sín, sóttu eitt og eitt strá i einu, byrjuðu á nýjan leik aftur þegar stormur eða illgjörn dýr höfðu eyðilagt verk þeirra, þeir kendu honum hina sömu speki. Nú vildi eg helst vera kyrr hjá prestsdótturinni, hugsaði hann með sér. Hún fór þar framhjá, vaggandi og hálfleti- leg í gangi, en þó vóru allar hreyfingar hennar svo yndis- legar, er hún gekk frá einni geitinni til annarar til að mjólka þær. Hirðirinn hló. Eg er kóngssonur! og hún er kóngs- dóttir! og þetta er þjóðin mín jarmandi........ En svo fanst honum á ný að hann heyra hinn rauna- lega söng, sem altaf kvað við í eyrum hans I bernsku sinni hafði ómurinn af þessum söng borist upp til hallarinnar, þar sein hann ólst upp. Þá hafði hann eigi skilið hvernig á því stóð að söngurinn þessi snerti svo mjög hjarta hans. Ut- lendu þrælarnir sungu svo aumkvunarlega við erfiðu vinn- una sína. Þeir vóru að draga að grjót í pýramídana, oft féllu þeir til jarðar og lágu kyrrir, þótt umsjónarmaðurinn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Jólagjöfin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Jólagjöfin
https://timarit.is/publication/872

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.