Jólagjöfin - 24.12.1917, Blaðsíða 50
48
JÓLAGJÖI’IK
„Konan mín getur sagt yður frá svaraði Kruse.
Gerner leit til húsfreyju, og það lá við að honum brygði
við, er hann sá eldinn i stóru, skæru augunum hennar. Hún
tók til máls:
„Eg get verið stuttorð. Þér hafið eflaust getið yður til,
að stúlkan var eg. Eg er dóttir umsjónarmannsins. Foreldr-
ar minir voru trúuð og eg hafði líka falið frelsara mínurn
hjarta mitt. Þegar maður er svo að segja alinn upp með-
al fanga, verður manni ósjálfrátt á að líta á fangelsið og fangana
öðrum augum en almenningur. ‘Við sjáum þjáningnr þeirra
og blygðun, við horfum á baráttu þeirra, við finnum að fang-
elsisvistin er þeim ekki þungbærust, heldur að hegningin byrj-
ar oft þá fyrst, er þeir losna úr fangelsinu. Þessvegna kenn-
um við í brjósti um þá og okkur þykir vænt um þá, og vilj-
um reyna að hjálpa þeim til þess að komast á réttan kjöl.
Faðir minn sagði okkur mömmu einu sinni frá ungum
fanga, sem nýkominn var í fangelsið. Hann sagði okkur
alla sögu hans og við kendum öll innilega i brjósti um þenna
unga, ógæfusama mann, sem fallið hafði fyrir hinni miklu
freistingu fyrir varmensku bróður síns. Og meðaumkvunin
er góður ráðunautur. Þér vitið sjálfur, af sögu mannsins
míns hvernig fór. Og til þess að segja það í fám orðum :
meðaumkvun er stundum upphaf ástar. Það reyndist svo í
þetta sinn.
Þegar maðurinn var látinn laus kyntust við nánar. Það
skiftir ekki máli hvernig það skeði. En guð gaf mér hann,
sem blessaða gjöf, og betri og göfugri mann gæti eg ekki
kosið mér.
Hverjar afleiðingar þessi einkennilegi atburður, sem hér
hefir orðið í kvöld, kann að hafa, veit eg ekki — en------
Hér fengu tilfinningarnar yfirhöndina í hjarta konunnar.
Hún varpaði sér um háls manni sínum og hvíslaði með grát-
staf í kverkunum:
„Axel, vinur minn — það er aðfangadagskvöld — og
til okkar er einnig kallað — friður á jörð!“
Svo gat hún ekki sagt meira.