Jólagjöfin - 24.12.1917, Blaðsíða 34
sá
JOLAGJOrlN
að vei-a hafður að háði, gat Jónas Emilíus ekki dulið for-
vitni sína. — „Fenguð hér nokkuð'?“
„Já, takið þér nú eflir! — Eg setti áhöld mín i sjóinn,
nokkurskonar síju; en cg liafði ekki gert mér grein fyrir
því, að annað en gull gæti feztst í sijunni. Heljarlangur áll
varð fastur við áhaldið og hamaðist svo mikið að hann var
rétt búinn að eyðileggja það“.
„En gullið — — — ?“
„Já, það kom lika, — það var utan á álnum — hann
var allur Iogagyltur“.
„N—e—e—i — — —!“
„Eg varð reiður og drap álinn undir eins — og hvað
haldið þér að eg hafi fundið í honum'? Mesta sæg af Iillum
gullíiskum“.
„Gullfisk?“ spurði hinn.
„Já, þeir hafa náttúrlega fest sig fyr=t og orðið gyltir og
svo þegar állinn kom þá hefir hann etið alla gullfiskana“.
Emilíus Jónassen mjakaði sér til og frá um bekkinn.
Hverju átti hann að trúa. — Það er svo margt skrítið i
henni veröld og ekki alt sem trúlegast. Hann var oft hafður
að liáði vegna þess, hve auðtrúa hann var. En aftur á móti
hafði honum oft farist klaufalega, þegar hann rengdi eitthvað.
— T. d. einu sinni þegar Bertelsen jústisráð, góðkunningi
frænda hans, fræddi hann um ljósmyndun i fjarlægð, þá hélt
Emilíus að hinn æruverðugi öldungur væri að skopast að
honum og varð þessvegna reiður og sagði að þegar jústis-
ráðið ætlaði að vera skemtilegur og segja heimskulegar
kýmisögur, þá ætti hann að segja þær upp i sveit. — Var
það ekki undarlegt að fólk skyldi hafa gaman af að skopast
einmitt að honum. — Nú virtist þessi maður mjög svo al-
varlegur og sannsögull, — en stöku sinnum brá fyrir ein-
kennilegum glampa í augum hans — og svo voru sögur
hans svo sjaldgæfar — að það var ekki undarlegt, þótt
Emilius efaðist um þær. Og milli þess sem hann talaði, hað-
aði hann höndunum út í loflið, rétt eins og hann væri að
grípa eitthvað. — Aumingja Jónas Emilíus óskaði að hann