Dagblaðið Vísir - DV - 28.05.2005, Side 3

Dagblaðið Vísir - DV - 28.05.2005, Side 3
DV Fyrst og fremst LAUGARDAGUR 28. MAÍ2005 3 Kappakstur á Ingolfstorgi Þærvoru einbeittar þessar ungu dömur ser kepptu í kassabílarallí- inu á Ingólfstorgi í gær. Skyndimyndin Fjórir grunnskólar í Reykjavík öttu kappi í kassa- bflakappakstri á Ingólfstorgi í gær. Það voru Melaskóli, Austur- bæjarskóli, Vesturbæjarskóli og Grandaskóli sem kepptu og skein einbeitingin af ökuþórunum f keppninni. „Þetta er á veg- um frístundaheimila sem rekin eru við skólana á vegum íþrótta- og tómstundaráðs. Okkar frístundaheimili heitir Selið og er í Melaskóla," segir Ásta Friðriksdóttir, sem var fyrir hópi ákaffa ökuþóra af ungu kynslóðinni. „Svo erum við með bolta og fleira með okkur til þess að skemmta okkur," bætirÁsta við. Það voru hvatningarhróp og mikil stemning sem réðu ríkjum á Ingólfstorgi, og ekki spillti bhðan. Spurning dagsins Er réttlætanlegt að barn sé tekið af móður sinni við fæðingu? Engum ætti að detta þaðíhug „Það ætti engum að detta í hug að taka barn frá móðirsinni við fæðingu. Málið er augljóst og er óþarfi að ræða það. "■ Páll Skúlason lögfræðingur. „Það fer eftir því hvernig þú horfir á málið. Efþað er í lagi með móðurina þá ætti barnið náttúrlega ekki að vera tekið af henni." Garðar Eyjólfsson sjómaður. „Það er engin ástæða til þess efmóðirin er í þokkalegu ástandi. Það er ekki nema heilsa barnsins sé í hættu og þaðeraðalmálið." Bergþóra Kristjánsdóttir elli- lífeyrisþegi. „Það er ekkert sem réttlætir það og það mundi ég aldrei styðja. Barnið á rétt á því að vera hjá móðursinnií eftir fæðingu." Guðmundur Guðmundsson stöðumælavörður. „Ég ersvo við- kvæm og á erfitt með að svara þessu. Þetta held ég að sé álitamál í hverju tilfelli fyrir sig." Hulda Björk Garðarsdóttir söngkona. Mikið hefur verið rætt um mál móðurinnar á Akureyri sem fæddi barn og missti það klukkustund síðar í hendur barnaverndaryfir- valda. Almenningur sem DV ræddi við lætur í fiestum tilfellum málið sig varða og telur að mæður séu hæfar ef velferð barnsins er sett í öndvegi. og var Haukur heiðraður fyrir framlag sitt til íslensks tónlistarlífs af því tilefni. „Svo söng ég nokkur lög sem hann hafði gert fræg honum til heiðurs.Til eru fræ og fleiri. Hann var mjög ánægður með þetta og ég söng síðan með honum stuttu seinna. En ég tók ekki þátt í Landslagskeppni þarna," „Ég var þarna að veita Hauki Morthens viður- kenningu, gullljöður," seg- ir Andrea Gylfadóttir söng kona. Gamla myndin er að þessu sinni tekin árið 1990 á sviði Broadway, sem þá hét Hótel (sland. Þar fór fram Landslagið - Sönglaga- keppni Gamla myndin segir Andrea. Lagið sem sigraði í keppninni er flest- um vel kunnugt en það heitir Álfheiður Björk og var fiutt af Birni Jörundi og Eyjólfi Kristjánssyni. ÞEIR ERU FRÆNDUR Ræðuskörungurinn & Tónlistargagnrýnandinn Atli Bollason. Tfc- starblaðamaðurinn Arnar Eggert Thoroddsen ræðuskörungurlnn Atli Bollason eru frænd . Afar drengjanna voru bræður og eru þeir hina miklu Thoroddsen-ætt. Arnar er frægur fyrir tónlistardóma sfna í Morgunblaðinu en Atli varð skyndilega frægur fyrir það að vera ræðumaður fslands árið 2002. Arnar Eggert gagnrýnir enn hjá Morgunblaðinu en Atli vinnur í nýrri versl- un tímaritsins Grapevine. Svefnsófar með heilsudýnu Komdu í verslun okkar að Faxafeni 5 og sjáðu glæsilegan sýningarsal okkar fullan af nýjum svefnsófum. Svefnsófar með heilsudýnu og MicroFiber áklæði í mörgum lifum og sfærðum. VW svefnsófi 184x91 an-UHrBrúnt og svart leður. Svelnsvæíi 150x200 cm. Betra BAK Kim svefnsófi 203x95 tm - Litir Comel, hvítur, brúnn. I Svefnsvæði 143x193/215 tm. Sýningarsalur á neðri hæð fullur af nýjum svefnsófum, glæsileg tilboð í gangi! Wimtex svefnsófar eru allir með rúmfatageymslu. Faxafeni 5 • Sími 588 8477 • www.betrabak.is Opib virka daga frá kl. 10-18 Laugardaga frá kl. 11-16

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.