Dagblaðið Vísir - DV - 28.05.2005, Síða 10
10 LAUGARDAGUR 28. MAl2005
Fréttir DV
Kostir & Gallar
Kristján er góður og duglegur
drengursem er vinur vina
sinna. Hann er traustur og
vinnusamur og með gott
fréttanef.
Sigurður Arnarson bóndi í Skriðdal óskar Landsvirkjun og bæjarstjórn Fljótsdals-
héraðs til hamingju með að hafa tekist að hrekja sig úr sveitinni. Háspennulína
verður lögð um hlað Sigurðar í krafti eignarnáms.
Kristján á það til að stökkva
upp á nefsér, en það gerist
þó sjaldan. Hann getur ver-
ið svolítið tillitslaus gagn-
vart sinum nánustu, en það
er þá óvart, og á það einnig
til að vera kærulaus.
„Kristján eryndislegur
maður og Ijúfur I allri
viðkynningu. Hann er
mjög traustur náungi og
vinur vina sinna. Helstu
gallar hans eru þeir að hann
getur stundum stokkiö upp á
nefsér eins og reyndar allir aðrir
menn sem hafa skap. Það gerist
þó sjaldan. Annars finnst mér
hann ekki hafa marga galla
þannig séö. Hann er einfaldlega
toppnáungi."
Bjarni Brynjólfsson ritsjóri Séð & Heyrt.
„Kristján ernáttúriega
öðlingur og Ijúflingur.
Hann er mjög þægilegur
vinnufélagi og góöur
drengur. Hann er mjög
vel lesinn og því algjör visku-
brunnur. Hann er afar rólegur
að eðlisfari en I þau fáu skipti
sem hann veröur reiöur þá verð-
ur hann reiöur. Þá hefur líklega
einhver gert eitthvað á hans
hlut. Annars finnst mér helsti
galli hans vera sá að hann held-
ur með Þrótti og Arsenal. Það er
voðaiega fáa galla hægt að
finna á honum, þaö veit maður
eftir að hafa starfað með hon-
um eins lengi og ég hefgert.“
Róbert Róbertsson blaöamaður Séð og
Heyrt
„Hann Kristján er mikill
indæiisstrákur. Hann hef-
ur auðvitað mjög gott
fréttanef, upplýsingarnar
virðast einhvern veginn
leka inn i hann hvar og hvenær
sem er. Kristján er Ijúfur og góð-
ur og mikill vinur vina sinna.
Helstu gallar hans eru þeir að
hann getur stundum verið svo-
lítiö tillitslaus gagnvart sínum
nánustu, en ég held að það sé
þá bara atveg óvart. Þá leiðréttir
hann það efhann gerir eitthvað
rangt. Síöan getur hann verið
svolítið kærulaus stundum."
Lisa Pálsdóttir útvarpskona
Kristján Þorvaldsson er fæddur 4. maí 1962.
Hann ógiftur en á eitt barn, Þorvald Davíð
Kristjánsson leiklistarnema. Kristján hefur
séð íslendingum fyrirslúðri I langan tíma
sem ritstjóri Séö & Heyrt, en blaöinu hefur
hann ritstýrt síðan það var stofnað fyrir níu
árum síðan. Auk þess hefur hann verið rit-
stjóri á Pressunni og Mannlíf.
Lenti undir
lyftara
Vinnuslys við Húsa-
smiðjuna við Vínlands-
leið í Grafarholti var til-
kynnt til lögreglunnar í
Reykjavík í gærdag. Að
sögn lögreglunnar varð
maður þar undir lyftara
með þeim afleiðingum
að hann meiddist á
ökkla. Ekki var hægt að
greina frá aðdraganda
slyssins. Maðurinn var
fluttur á slysadeild þar
sem gert var að meiðsl-
um hans og fékk hann
að fara heim að því
loknu.
Sigurður Arnarson skógarbdndi á Eyrartegi í Skriðdal hefur
ákveðið að bregða búi og flytja til Akureyrar. Sigurður fékk úr-
skurðaðar bætur nýverið vegna lagnar háspennulínu frá Kára-
hnjúkavirkjun, um hlaðið á Eyrarteigi, og niður á Reyðarfjörð.
Sigurður Arnarson, Eyr-
arteigi Sigurður segir bæt-
urnar duga fyrir útborgun í
íbúð og óskar bæjaryfir-
völdum tilhamingju.
„Upphaflega sögðu þeir mér að
línustæðið yrði 170 metra frá bæn-
um, en þeir eru hérna fyrir utan að
leggja línuveg þessa dagana og
vegalengdin nú er 148 metrar,"
segir Sigurður. „Bæjarstjórnin hef-
ur stutt Landsvirkjun ötullega í
þeim aðgerðum sem nú hrekja mig
í burtu. Það er aðeins hægt að óska
þeim til hamingju með að hafa tek-
ist þetta ætlunarverk sitt.“
Upphæð bótanna sem Sigurður
fékk er trúnaðarmál. Sigurður seg-
ir þó að þær dugi hvergi nærri til
að byggja nýtt hús á jörðinni.
„Bæturnar duga mér fyrir út-
borgun í íbúð fyrir norðan," segir
Sigurður.
Ekki það sama lína og lína
Lfnan sem liggur um hlaðið
hjá Sigurði kemur til með
að flytja mikið rafmagn,
enda álvinnslan þung á
fóðrum. Sigurður segir
að ekki séu allar há-
spennulínur eins. Þessi
muni flytja meira raf-
magn en framleitt er í
öllum Þjórsár- og
Tungnárvirkjunum sam-
anlagt.
Landsvirkj-
un fékk
eignar
náms-
„Það er ekki víst að
það gengi eins vel ef
ég fyndi mér hús á Ak-
ureyri og segði við
eigendurna: „hér ætla
égaðbúa'V'
heimild á landi Sigurðar í krafti
svæðisskipulags sem felur í sér
lagaígildi. „Þetta er gert í nafni al-
mannahagsmuna. Þessir almanna-
hagsmunir eru þeir að eitt fyrirtæki
selji öðru fyrirtæki rafmagn. Það er
ekki víst að það gengi eins vel ef ég
fyndi mér hús á Akureyri og segði
við eigendurna „hér ætla ég að
búa“. Eigendurnir myndu sjálfsagt
mótmæla en þá myndi ég
flagga almannahagsmun-
um og fengi eignarnáms-
heimild hjá ráðherran-
um,“ segir Sigurður jafn-
framt.
Gengum eins langt og
við gátum
Skúli Björnsson varafor-
seti bæjarstjórnar
Fljótsdalshéraðs,
segist ekki
geta talað
um bæt-
umar
sem
urð
Háspennustöð Linan verðurí 148 metra fjarlægð frá bæjarstæðinu að Eyrarteigi.
fékk, þar sem honum sé ekki kunn-
ugt um upphæðirnar. „Ég er í
sjálfu sér ekki sáttur við að Lands-
virkjun skuli ekki hafa boðið Sig-
urði það sem duga mundi til að
byggja nýtt hús að Eyrarteigi," seg-
ir Skúli. „Það er vel mögulegt að
menn hafi ekki verið nógu vel vak-
andi þegar Skipulagsstofnun aug-
lýsti þetta skipulag á sínum tíma,“
bætir Skúli við.
Skúli segir hins vegar bæjar-
stjórnina hafa gengið eins langt og
hún gat Sigurði til hjálpar. Lagara-
mminn hafi verið þröngur og bæj-
arstjórninni óhægt um vik eftir að
skipulagið hafi verið samþykkt til
að byrja með. Ekki náðist í Þorstein
Hilmarsson blaðafulltrúa Lands-
virkjunar í gær vegna málsins.
sigtryggur@dv.is
Merkilegar niðurstöður breskrar könnunar
ísraelskir hermenn horfa á meistardeildina
Tengdamamma getur beðið
Aðstandendur breskrar könnunar
segjast hafa reiknað út hversu langur
sá tími er sem fólk telur merkja að
það sé að verða of seint. Það er á
þeim tíma sem það ákveður að nauð-
synlegt sé að hringja og segjast vera
orðinn of seinn í eitthvað. Á þeim
tíma munu tólf börn hafa fæðst á
Englandi og Wales og 590 milljón
tölvupóstar verið sendar um allan
heim.
Vefsíðan GetMeThere.co.uk gerði
könnunina. Samkvæmt niðurstöð-
um hennar eru þó um 10 prósent
fólks sem telur sig ekki vera orðið of
seint fýrr en hálftími er liðinn frá því
að það hafði ákveðið að mæta á
ákveðinn stað. Þá segjast um 80 pró-
sent fólks á sextugsaldri aldrei mæta
of seint vegna einkennilegrar áráttu
og kvíða yfir því að mæta of seint á
mikilvæga atburði. Hins vegar telur
um 70 prósent kvenna það vera í lagi,
ef ekki beint eðlilegt, að mæta of
Tíminn Margirsem kunna ekki að mæta á
réttum tíma afsaka sig oft með því að timinn
sé afstæður.
DV-mynd NordicPhotos / Getty Images
seint á fýrsta stefnumót. Ástæðan á
bak við það er að líta ekki út fyrir að
vera orðin örvæntingafúll í makaleit-
inni. Eitt atriði sammælast þó bæði
kynin um. Það er í lagi að mæta of
seint í afmæli hjá tengdamömmu.
Hertóku heimili
vegna fótboltaleiks
Hópur ísraelskra
hermanna ruddist
inn á heimili palest-
ínskrar fjölskyldu til
að geta horft á úr-
slitaleik Liverpool og
AC Milan í meistar-
deild Evrópu.
Myndbrot sem
birt voru á ísraelskri sjón-
varpsstöð sýndu möl-
brotna innanstokksmuni
og rúður á heimili fjöl-
skyldunnar í borginni
Hebron á Vesturbakkanum. í viðtali
sagði fjölskyldan skemmdimar vera
eftir fimm ísraelska hermenn sem
tóku heimilið traustataki til að horfa á
leikinn. Fjölskyldunni var skipað að
halda sig inni í öðru herbergi á með-
Unglingsdreng-
urinn Anan al-Zra-
yer sagði að her-
mennimir hefðu
stoppað hann úti á
götu og. spurt hvort
gervihnattadiskur
væri á heimili hann.
Hann sagði að svo væri
með fyrrgreindum af-
leiðingum. Heimildir
innan hersins viður-
kenna að hermennimir
hefðu farið inn á palestínskt heimili,
en aðeins stoppað þar stutt án þess
að eyðileggja neitt. Foringi sveitar-
innar mun aftur á móti hafa verið rek-
inn og sagt er að ísraelski herinn líti
málið mjög alvarlegum augum.
menningarheima en ísraeisk-
u hermennirnir verða að telj-
ast slæm birtingarmynd þess.
DV-mynd NordicPhotos
/Getty Images