Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq

Dagblaðið Vísir - DV - 28.05.2005, Qupperneq 16

Dagblaðið Vísir - DV - 28.05.2005, Qupperneq 16
16 LAUGARDAGUR 28. MAÍ2005 Fréttir DV Foreldrar Sæunnar með börnin Dóttir Sæunnar og Magnúsar er fjögurra ára gömul og sonur þeirra aðeins eins árs. Sólveig og Páll, foreldrar Sæunnar, hafa fengið tímabundið forræði yfir börnunum. Var það gert með samþykki Magnúsar, sem sér ekki ástæðu tO að berjast fyrir forræðinu. Þegar dómur fellur munu Sólveig og Páll svo fá fullt forræði yfir börnunum. „Nú verðum við bara að horfa fram á veg- inn og koma börnum Sæunnar á legg," sagði Páll í viðtali við DV skömmu eftir morðið. „Því þó að dóttir okkar sé látin lifir hún enn í þeim." Foreldrar Sæunnar Sólveig og Páll eru með börnin og fá forræði þegar Magnús verður dæmdur. * g Eiginmaður og ástmaður mættust Frá sjónarhorni sínu fyrir utan blokkina gat Magnús séð inn í stigaganginn og hurðina að íbúð þeirra Sæunnar. Skyndilega sá hann mann koma út úr íbúð- inni. Hann kipptist við og gekk rakleitt inn í húsið. Á stigagang- inum mættust þeir, læknanem- inn og Magnús. Læknaneminn bauð góða kvöldið án þess að vita hverjum hann væri að heilsa og hélt í átt að bílnum sínum. Hann varð þó fljótt var við að honum var veitt eftirför. „Ég tók upp símann og þóttist vera að tala við vin minn, var voða hávær og vonaði að hann léti mig eiga sig,“ sagði lækna- neminn í samtali við DV. í dómsalnum í gær var lækna- neminn beðinn að staðfesta að Magnús væri maðurinn sem hann hitti á ganginum. Þeir horfðust þá í augu og greina mátti spennuna sem enn er á milli þeirra. Aðeins nokkrum mínútum áður en þeir hittust á ganginum hafði læknaneminn notið ásta með Sæunni í rúmi Magnúsar. „Þarna munaði mjóu" Þegar Magnús kom heim seg- ist hann samstundis hafa spurt Sæunni hver það hefði verið sem kom út úr íbúðinni. Sæunn svar- aði því til að þetta hefði bara ver- ið einhver sem vildi fá að hringja. Magnús segist ekki hafa tekið svar eiginkonu sinnar trúanlegt. Af- brýðisemin og vanlíðanin bloss- uðu upp. Hann fór því næst inn í svefn- herbergið þar sem eins árs sonur þeirra lá sofcmdi í rimlarúmi sínu. Hann hafði sofið vært allt kvöld- ið; meðan læknaneminn var í heimsókn hjá Sæunni og líka þeg- ar Sæunn dró andann í síðasta sinn. Magnús segist hafa hallað sér í hjónarúminu og reynt að hvílast eftir erfiðan dag. Læknaneminn var kominn heim til sín en Sæunn var frammi á gangi að skrifa sms- skilaboð. Hún sendi læknanem- anum það fyrsta klukkan hálftvö. „Þarna munaði mjóu. Þetta var tæpt," skrifaði hún og og skömmu síðar sendi hún læknin- um önnur skilaboð: „Þetta var frábært," stóð í skilaboðunum. Læknaneminn svaraði aldrei. Hann sagðist ekki hafa verið bú- inn að ákveða hvort hann mundi hitta Sæunni aftur auk þess sem hann grunaði að Sæunn væri ekki sú sem skrifaði skilaboðin. „Hún skrifaði alltaf sms með séríslensk- um stöfúm, þessi voru öðruvísi," segir hann. Hann segir Sæunni hafa sagt sér frá sambandi henn- ar og Magnúsar. „Þetta var þrúg- andi samband og ég skynjaði að það væri mikill léttir yfir henni yfir því að vera að losna." Síðustu stundir Sæunnar Erfitt er að segja hvað gerðist í raun næst. Eins og áður er Magn- ús Einarsson einn til frásagnar. Hann sagði fyrir dómi í gær að skyndilega hefði Sæunn verið komin upp í rúm til hans. Hún hefði verið í miklu uppnámi. Magnús gerir því reyndar skóna í öllum sínum ffamburði að Sæunn hafi verið í miklum sjálfsmorðshugleiðingum síðustu daga lífs síns. Þessu mótmælir Sigurgeir sem var daglega í sam- bandi við hana: „Hún var öll að koma til," sagði hann í samtali við DV. „Byrjuð að brosa aftur, byrjuð að borða aftur og á uppleið," segir yfirþví að vera að losna." i Sigurgeir sem telur Magnús ein- göngu mála þessa mynd af Sæ- unni til að hylma yfir þann hroðalega verknað sem hann vann. Magnús segir að Sæunn hafi sest á rúmið gegnt honum. Hún hafi verið með bláa þvottasnúru um hálsinn, bundna í lykkju. Hann segir Sæunni hafa sagst ekki vilja „lifa lengur" og beðið sig í sífellu um að hjálpa sér að deyja. Hann segist hafa setið stjarfur á móti henni og ekki vit- að hvað hann ætti að taka til bragðs. Sæunn hafi skyndileg brostið í grát og sagt honum allt af létta af sambandi sfnu við Sigurgeir. Einnig hvað gerst hefði aðeins nokkrum klukkutímum áður í sama rúmi og þau sátu nú á. Hann segir hræðslutilfinninguna sem hann lýsti svo oft hafa gripið sig sem aldrei fyrr og þegar Sæ- unn bað hann í síðasta sinn að hjálpa sér að deyja hafi hann gripið snöggt í þvottasnúruna og hert fast að. Missti líkið úr höndum sér Magnús segir Sæunni ekki hafa streist á móti en er aðeins einn til frásagnar. Líf hennar Qaraði út og nokkrum mínútum síðar lá Sæunn Pálsdóttir látin í rúmisínu. Magnús segist ekki hafa gert sér strax grein fýrir hvað hann hafði gert. Það hafi hvarflað að honum að bera hana út í bíl og keyra hana á sjúkrahús en hann hafi verið máttlaus, misst hana úr höndum sér og ekki vitað hvað hann ætti að gera. Á gólfinu myndaðist blóðpollur sem Magn- ús þreif upp. Fyrir dómi sagði hann það hafa verið ósjálfráð við- brögð. . Það var svo ekki fýrr en rúm- um tuttugu mínútum seinna sem Magnús hringdi loks til að biðja um hjálp. Ekki í lögregluna held- ur í prest sem hafði verið með Magnús og Sæunni í hjónabands- ráðgjöf. Það var svo presturinn sem hringdi á lögregluna. Skömmu seinna komu sjúkra- flumingamenn og héraðslæknir sem úrskurðaði Sæunni Pálsdótt- ur Iátna. Faðir hennar kom hlaupandi skömmu síðar. Það eina sem Magnús gat sagt var: „Fyrirgefðu, fyrirgefðu!" andri@dv.is
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.