Dagblaðið Vísir - DV - 28.05.2005, Blaðsíða 22

Dagblaðið Vísir - DV - 28.05.2005, Blaðsíða 22
22 LAUGARDAGUR 28. MAÍ2005 Helgarblað DV Hera Björk Þórhallsdóttir söngkona stendur á tímamótum. Hún ætlar aö flytja til Danmerkur til að læra nýja söngtækni sem hún hefur fallið fyrir. Hera Björk segist ekki hrædd við breytingar enda mikil Pollýanna i sér. „Ef það sem ég er að gera hættir að vera skemmtilegt þá missi ég fljótt áhugann og fer að gera eitthvað annað," segir Hera Björk ÞdrhaUsdóttir söngkona. Hera Björk stendur á tímamótum þar sem hún er að flytja til Danmerkur. Hún er nýkomin til íslands frá Kaupamannahöfn, nánar tiltekið Lyngby, þar sem hún fékk afhenta lykla að leigufbúð þar sem hún ætíar að búa ásamt fjöl- skyldu sinni næsta árið. Hún er þegar byrjuð í námi þar í landi en ákvað að flytja alla fjölskylduna út. „Ég er í söngnámi þar sem ný nálgun á sönginn er kennd. Konan sem kennir þetta er dönsk rokk- söngkona og hafði lært söng í mörg ár en leið aldrei vel, hún var bæði stíf og með asma. Alveg sama hvað hún reyndi, hún fékk aldrei nógu góðar skýringar á af hverju sumir gætu sungið endalaust áreynslaust en aðrir ekki. Hún hélt því til Bret- lands og rannsakaði þetta og er nú komin með lausn sem ég ætla að lepja eftir henni enda frelsaðist ég þegar ég kynntist þessu," segir Hera Björk en umrædd söngkona kemur til íslands í júní til að kenna atvinnusöngvurum þessa nýju tækni. Vill sjá heiminn á launum Hera Björk mun þó verða með annan fótinn eitthvað á íslandi enda syngur hún með djass-vókal- grúppunni Reykjavík 5 auk þess sem hún kennir söng öðru hverju og stórfjölskylda hennar er öll hér á landi. Hún hefur aldrei verið hrædd við breytingar og hefur flutt ansi oft yfir ævina. „Þótt húsið -úti sé æðislegt er samt gott að vita að við munum að- eins vera þar í eitt ár á meðan við finnum eitthvað annað. Maður á líka að nota tímann á meðan mað- ur er ungur og ferðast og prófa eitt- hvað nýtt og fjölskyldan mín er hætt að láta sér bregða þegar ég kem með þær fréttir að ég sé að flytja. Þau eru orðin vön og hvetja mig áfram ef eitthvað er. Ég var alltaf búin að segjast ætla að búa á Spáni og í Danmörku. Maðurinn minn vill bíða með Spán þangað til í næstu tilveru en ég veit ekki hvað verður. Þeirri vinnu sem ég starfa við í framtíðinni fylgir bara vonandi mikið af ferðalögum svo ég geti fengið að sjá heiminn á launum," segir hún en Hera stefnir á að verða söngþjálfari fyrir söngv- ara og leikara. Hera og Óli '99 Hera Björk er gift Ólafi Magnús- syni húsasmíðameistara. Þau gengu í það heilaga um verslunar- mannahelgina árið 1999 eftir tveggja ára samband. „Þetta var svona Hera og Óli ‘99,‘‘ segir Hera hlæjandi en athöfnin var haldin á landareign fjöiskyldunnar í Reykja- dal í Mývatnssveit í góðu veðri. „Þetta var hrikalega skemmtilegt. Gestirnir komu með tjöld og við skemmtum okkur konunglega og vorum alsæl.“ Hún og Óli eiga saman tvö börn og Óli á dóttur frá fyrra sambandi. „Þórdís Petra dóttir okkar er sjö ára og Víðar Kári fæddist árið 2003. Hann var skírður í höfuðið á jörð- inni okkar í Reykjadal auk þess sem ég fann þetta nafn í norrænni goðafræði, Víðar hinn þögli sem „Þetta er algjör para- dís og mjög barn- vænn staður við fal- legt vatn. Skólinn er í enda götunnar og leikskólinn í 5 mín- útna fjarlægð. Ég hef aldrei verið hrædd við breytingar og þetta verður bara ævintýri." var sagður næstur Þór að afli. Við- neftiið á samt ekki við Víðar enda varla hægt að reiða sig á það, kom- inn undan þessu fólki, en hver veit. Hann er sporðdreki og gæti orðið þögull með aldrinum. Við treystum á að hann verði læknir, lögfræðing- ur, prestur eða dýralæknir eða eitt- hvað sem við hin nennum ekki að læra og hann var því skírður Séra Víðar Kári Ólafsson yfirdýralæknir. Hann má velja en okkur fannst þetta hæfa mjög vel á svo merkum manni og hann mun verða.“ Pollýanna í sér Hera Björk og fjölskylda ætla að koma sér fyrir í Lyngby sem er lítill bær rétt utan við Kaupmannahöfn. „Þetta er algjör paradís og mjög barnvænn staður við fallegt vatn. Skólinn er í enda götunnar og leik- skólinn í 5 mínútna fjarlægð. Ég hef aldrei verið hrædd við breytingar og þetta verður bara ævintýri," seg- ir Hera og viðurkennir að vera svo- lítil Pollýanna í sér. „Ég er alltaf bjartsýn og maður- inn minn skilur stundum ekki hvaðan ég fæ þetta. Auðvitað á ég mínar stundir en þær vara í stuttan tíma og ég næ alltaf að fóðra það jákvæða. Þegar ég stend frammi fyrir erfiðleikum einbeiti ég mér að því að hugsa um hversu gaman það verður að takast á við ný verkefni. Ætli þessi hugsunarháttur hafi ekki fleytt mér áffam," segir hún hugs- andi og heldur áfram: „Núna erum við einmitt í miklum Pollýönnu- leik. Ég er að rífa alla upp, allir eru að fara í nýjan skóla, læra nýtt tungumál, fara í nýjar búðir og kynnast nýjum ostum og mjólk og svona svo ég er á fullu við að vera Pollýanna fyrir börnin." Stórstjarna í Danmörku Auk þess að stunda námið ætlar Hera að reyna að koma sér á fram- færi sem söngkona í Danmörku. „Ég ætla að einbeita mér að því að vera mamma, eiginkona og söng- kona. Hér heima þarf maður ekki Hera Björk „Ég er allavega tilbúin að henda mér útlþetta en sem betur fer er ég þeim eiginleikum gædd að ég á auðvelt með að koma til baka ef þetta gengur ekki.“ DV-mynd Páll Bergmann að hafa mikið fyrir því að komast að í bransanum, svo lengi sem maður hefur eitthvað fram að færa. Þarna úti er samkeppnin miklu meiri en ég ætla að gera mitt besta án þess að gera mér ein- hverjar vonir en ég fæ allavega reynsluna upp úr krafsinu. Kannski sér fólk eitthvað í mér og gefur mér aðalhlutverk og ég verð stórstjarna í Danmörku, hver veit? Ég er allavega tilbúin að henda mér út í þetta en sem betur fer er ég þeim eiginleikum gædd að ég á auðvelt með að koma til baka ef þetta gengur ekki. Þetta verður bara hliðarskref og kannski mynd- ast beinn vegur út frá því sem væri frábært en ef ekki þá kem ég bara hingað heim til íslands í öryggið." Hera Björk ætlar að halda einhvers konar kveðjutónleika á Jómfrúnni þann 18. júní. indiana@dv.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.