Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq

Dagblaðið Vísir - DV - 28.05.2005, Qupperneq 26

Dagblaðið Vísir - DV - 28.05.2005, Qupperneq 26
26 LAUGARDAGUR 28. MAÍ2005 Helgarblaö DV f r r Ny kynsloo isle Fyrir nokkrum árum voru nær allir forstjórar íslenskra stór- fyrirtækja karlkyns og komnir yflr fimmtugt. Þetta hefur breyst á skömmum tíma. Karlarnir hafa að vísu enn yfirhöndina þótt konum í stjórnunarstöðum hafi vissulega Qölgað en mesta breytingin felst í aldri forstjóranna. í stað eldri manna með áratugareynslu hefur ný og vel menntuð kynslóð sest í forstjórastólana og 1 dag virðast flestir forstjórar íslenskra stórfyr- irtækja vera á milli þrítugs og fer- tugs. DV skoðaði nokkra þessara einstaklinga aðeins nánar. [aktfastur ErQmiuu- reíkari laveldi Ragnhildur Geirsdóttir er fædd í Bandaríkjunum 9. október 1971 sem gerir hana 34 ára. Hún gekk í Hlíðaskóla og Menntaskólann við Hamrahh'ð og útskrifaðist frá Háskóla íslands með C.S. í vélaverkfræði árið 1995 og ári síðar náði hún sér í M.S. í iðnaðarverkfræði frá Uni- versity of Wisconsin-Madi- son. Árið 1998 útskrifaðist Rangheiður síðan frá sama skóla með M.S.-gráðu í fram- leiðslustjórnun og ílutti aftur heim til fslands. Þar hóf hún störf sem verkefnastjóri <gf hjá FBA uns hún var ráðin til Flugleiða árið eftir sem verkefnastjóri í stefnumótimardeild. Árið 2002 var hún skipuð for- stöðumaður rekstrarstýring- ardeildar og framkvæmda- stjóri rekstrarstýringarsviðs Icelandair í janúar 2003, en Ragnhildur situr auk þess í stjórn Flugleiða hf. Frá og með næstu viku verður hún forstjóri Flugleiða, eins sögu- frægasta fyrirtækis íslandssögunnar Hún er í sambúð með Ágústi Þor- björnssyni, hagverkfræðingi og rekstrarráðgjafa. Birgir Jónsson er fæddur þann 18. maí árið 1973 og er því nýorðinn 32 ára. Hann ólst upp í Kópavoginum þar sem hann kynntist meðal annars vini sínum Aimari Emi Hilmarssyni, sem fjallað er um að öðrum stað hér á síðunni, en hann var forveri Birgis í starfi framkvæmda- stjóra Iceland Express. Birgir Jónsson er rekstrarhagfræð- ingur að mennt og hefúr und- anfarið unnið að doktorsrit- gerð í rekstrarhagfræði við University of Newcastíe íÁstr- alíu en hefur nú tekið sér hlé frá ■ss einbeita sér að rekstri Iceland Express. Áður en hann tók við framkvæmdastj órastarfinu þar hafði hann unnið víðs vegar um heiminn á vegum össurar hf. Lengst af hafði hann aðsetur á eyjunni Lantau skammt frá Hong Kong ásamt konu sinni Hel- enu Lind Svansdóttur, en saman eiga þau tvo syni. Helsta tómstundargaman Birgis er tónlist, en hér áður fýrr þótti hann nokkuð lið- tækur að beija húðimar og grípur stundum í kjuðana þegar hann þarf að fá útrás. Vfv-vviyi f í ’Vv VSffl ■ , l’.rfv,";, i 1..... , *4 Ifcá yfe • mm P 33» ' h&rm ■ rr/. Sfl dpavoginum Almar öm Hilmarsson er 32 ára, fæddur þann 21. apríl 1973. Hann var fyrir stuttu ráðinn for- stjóri lágfargjaldaflugfélagsins Sterling sem er í eigu Pálma Har- aldssonar og Jóhannesar Kristins- sonar en áður hafði hann verið framkvæmdastjóri Iceland Ex- press. Almar er Kópavogsbúi að upplagi og er góður vinur Birgis Jónssonar forstjóra Iceland Ex- press. Þeir brölluðu margt saman í æsku og á unglingsárum, en þeir sem til þekkja segjast ekki hafa séð *, það fyrir að þessi menn ættu eft- ir að verða forstjórar stórfyrirtækja um þrítugt. Ann- J að kom hins vegar á daginn. Almar öm fór í lögfræði og útskrifaðist frá Háskóla íslands. Að loknu námi hóf hann fljótíega að starfa sem framkvæmdastjóri Ágætis og eftir að það fýrirtæki sameinaðist Bönönum árið 2001 stýrði Almar því fyrirtæki uns hann færði sig um set. Hann tók síðan við stöðu framkvæmdastjóra Tæknivals undir lok árs 2002 og um tveimur árum síðar tók hann við sama starfi hjá Iceland Express. Fyrir skemmstu tók hann síðan við Sterling-flugfélaginu sem hyggur á mikla sigra á næstu mánuðum og misserum. sm m ■ r.r s,--- - S«ÍÉ» Skipstjóra- sovturmn . . Hreiðar Már er fæddur 19. nóvember árið 1970 og er því 34 ára. Hann er skipstjórason- ur úr Stykkishólmi sem gekk í Menntaskólann við Sund og nam viðskiptafræði við skólanám fór hann að vinna hjá Kaupþingi og stýrði m.a. verðbréfa- sjóðum. Hann stóð sig frábærlega í starfi og var gerður að aðstoðarforstjóra Kaupþings aðeins 28 ára gam- all. Fjórum árum síðar var hann orðinn bankastjóri, enda sagður yfirburðamaður sem hafi miida yfirsýn og ákaflega einbeitta stefnu. Nú hefur Kaupþing keypt Búnaðar- bankann þannig að úr varð KB banki. Fyrirtækið hefur tekið ýmsar áhættur, en engin stór- slys orðið. Vöxtur Kaupþings hefur verið gríðarlegur síðustu árin og hafa eigendumir náð að margfalda eign sína í bank- anum á þessum smtta tíma. Umsvif KB banka er- lendis eru nú tals- verð og fyrir ekki svo löngu keypti bank- inn hinn danska FIH banka eftir mikið kapphlaup, m.a. við Lands- bankann.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.