Dagblaðið Vísir - DV - 28.05.2005, Page 43

Dagblaðið Vísir - DV - 28.05.2005, Page 43
E*V Helgarblað LAUGARDAGUR 28. MAÍ2005 43 Hljómsveitin SKE Fertil Danmerkur i næsta mánuði. íslenska hljómsveitin SKE mun eftir mánaðamót halda í víking og leika í Danmörku. Hljómsveitin mun troða upp á Spot-hátíðinni í Árósum laugar- daginn 11. júní en daginn áður verða þau í Kaupmannahöfn þar sem þau leika á Rust sem er frægur tónleikastaður þar í borg. Spot-hátíðin er árlegur viðburð- ur sem Rosa Rokkráð Danmerk- ur stendur fyrir og svipar nokkuð til Airwaves-hátíðarinnar héí heima og ByrLarm-hátíðarinnar í Noregi þar sem Jan Mayen, Ghostigital og Tenderfoot, félag- ar SKE hjá Smekkleysuútgáfunni, léku einmitt fyrr á árinu. SKE hefur sent frá sér tvær breiðskíf- ur og hefur Smekkleysa nú gert dreifingarsamninga erlendis fyr- ir fyrstu plötu þeirra, Life, Death, Happiness & Stuff. Platan mun koma út í Skandinavíu, Þýska- landi, Belgíu og Hollandi nú í sumar og síðar á árinu mun seinni plata þeirra, Feelings are Great, koma út í Belgíu. Þá er SKE-fólkið að vinna að nýju myndbandi við lagið Beautiful Flowers sem ráðgert er að verði frumsýnt í ágúst. Það er því nóg ffamundan hjá krökkunum í SKE en stefnt er á að halda tónleika hér á landi áður en haldið verður af landi brott. Nýr íslenskur afþreytingarvefur opnaður Bíómyndir beint í tölvuna BTnet opnaði nýjan afþreying- arvef fyrir alla ADSL-notendur sína í morgun. Viðskiptavinum stendur tfl boða að horfa á bíómyndir í fifllri lengd og toppgæðum án þess að þurfa að hala myndunum niður. Viðskiptavinurinn getur því byrjað að horfa á myndina nokkrum sek- úndum eftir að myndin hefur verið valin. Þessi þjónusta gengur undir nafninu „Video On Demand" er- lendis og hefur notíð talsverðra vinsælda. Á sama stað verður fjöl- breytt úrval leikja fyrir tölvur auk aimars skemmtíefnis, s.s. útvarps- stöðvar og sjónvarpsstöðvar. BTnet er rekið af D3, stafrænni einingu Dags Group sem meðal annars rek- ur tónlistarvefinn Tónlistis og ýmsar SMS-þjónustur. Valið fæðubotarefni arsins 2002 í Finnlandi Minnistoflur ■-'f S - og sötuaóili mí: 551 9239 FOSFOSE MEMORY Stafirnir íreitunum mynda örnefni.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.